Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Blaðsíða 224
222
Ritdómar
almennari lögmálum. Það er einkum tvennt sem er nýtt í umræðunni. Annars vegar
vekur höfundur réttilega athygli á þeirri staðreynd að hin hefðbundna greining form-
gerðarsinna sé um of bundin þeirri túlkun að hljóðvarpið tengist beint við brottfall
hljóðvarpsvaldsins. Þessa greiningu má rekja til hugmyndar W. Freemans Twaddell
(1938) um að samruni í skilyrðandi umhverfi leiði til hljóðangervingar (þ.
Phonemisierung) hljóðbrigða sem áður voru stöðubundin. Hin nýjungin er
athyglisverð hugmynd um hlutverk ýa/ýö-stofna eins og kyn og ben í þróun og
framvindu hljóðvarpanna.
Efni bókarinnar
Þessi bók skiptist í þrjá meginkafla, auk inngangs og lokakafla. I II. kafla
(Umlauttheorie und Strukturalismus) rekur höfundur fyrri kenningar formgerðarsinna
um hljóðvörpin, en að mati hans hafa þær, eins og áður sagði, lagt ofuráherslu á það
að hljóðangerving tengist brottfalli hljóðvarpsvaldsins („Phonemisierung durch
Eliminierung“). í stað þessa stingur hann upp á því að hljóðangerving hafi tengst
veiklun á „lit“ hljóðvarpsvaldanna („Phonemsierung durch Schwachung"). Kjaminn
í þessari hugmynd er sá að nýta hugmynd Twaddells þannig að gera ráð fyrir að
umhverfið hlutleysist við það að sérhljóðin missa lit, t.d. þannig að áherslulaus
sérhljóð verða að „schwa“ ([a]). Meðal annars vitnar höfundur (bls. 60) í Peter
Erdmann (1972), sem bendir á að brottfall sérhljóðanna sé ekki terminus post quem
heldur ante quem fyrir hljóðvörpin, því hin frammæltu hljóðön verði til áður en /i/
verður að schwa eða fellur brott. I því sambandi „... eröffnet sich ein historischer
Zugang zum /-Umlaut, der nicht auf den quantitativen, sondem auf den qualitativen
Aspekt der Reduktion aufgerichtet ist“ (bls. 66). Þetta merkir að tengja má i-hljóð-
varpið breytingum á hljóðgildi frekar en lengdarbreytingum eða brottfalli og höfund-
ur tengir það veiklunarferlum eða upplitun sérhljóða sem á sér stað á 6. öld og fyrr.
III. kaflinn fjallar um vitnisburð rúnaáletrana og greinir frá stöðu rannsókna á
þeim. Það sem þar kemur fram á að undirbyggja megintilgátu verksins, sem lýst er í
IV. kafla. Meðal áletrana sem oft hefur verið vitnað til í umræðu um i-hljóðvarp er
myndin -gestumR á steininum frá Stenfoften í Svíþjóð (sem Antonsen (1975:85) telur
frá 600-650). Þessi mynd hefur verið túlkuð sem þgf.ft. af orðinu gestur og talin sýna
eitt af elstu dæmum um i-hljóðvarpshljóð, táknað með e-rún. En höfundur greinir hér
meðal annars frá nýlegri túlkun á þessari áletrun (Santesson 1989), þar sem stungið er
upp á því að alls ekki sé um að ræða beygingarmynd af orðinu gestr, heldur sé þetta
seinni partur orðsins ha(n)gestumR, þ.e. þgf. fleirtölu af orðinu *hengistaR ‘hestur’.
(I þessu orði varð i-hljóðvarp í fyrsta atkvæði, og hefur væntanlega verið um garð
gengið þegar áletrunin var gerð, en hljóðvarpshljóðið var ekki táknað með rúnum í
þessu tilviki frekar en öðrum.) Sé þetta rétt túlkun er myndin -gestumR ekki marktæk
sem vitnisburður um hljóðverpta mynd orðsins gestur, né um tímasetningu i-hjóð-
varps. Raunar virðist áletrunin vera það ung að hún sé gerð allöngu eftir að hljóð-
varpstímabilinu lauk samkvæmt hugmyndum höfundar.
Öllu meira er lagt upp úr túlkun á myndinni hroReR frá By í Buskerud í Noregi,
sem að því er virðist er tímasett til fyrri helmings 6. aldar (sbr. Antonsen 1975:80).