Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Blaðsíða 244
242
Ritdómar
\
7.1 Um beygingarkerfi rússnesku og íslensku
Fyrst ber að telja að gefin er býsna ítarleg en samþjöppuð lýsing á beygingarkerfi
rússnesku og íslensku í köflunum „Rússnesk málfræði. Beygingartöflur“ á bls.
824-860 og „rpaMMaTHnecKaa xapaKTepncTHKa HCJiaHgCKoro cjiOBa" (Beygingar-
einkenni íslenskra orða) á bls. 872-921. Fyrmefndi kaflinn er eftir rússneska mál-
fræðinginn Andrej Zaliznjak, en hann er einmitt höfundur þess táknkerfis sem HH
notar til að auðkenna beygingu og áherslumynstur rússneskra orða í RÍO, eins og get-
ið var hér að framan (sbr. Zaliznjak 1977). I þessum kafla er táknkerfinu fyrst lýst í
meginatriðum og gefnar leiðbeiningar um hvemig best megi lesa upplýsingar út úr
því. Að því loknu er farið yfir beygingarkerfið eins og það leggur sig, orðflokk fyrir
orðflokk. Sérhverjum beygingarflokki er lýst og beygingardæmi sýnd, farið er ítar-
lega í áherslumynstur, en einnig eru tilgreindar allar helstu undantekningar og orð
með afbrigðilega beygingu eða áherslumynstur.
Mörgum kann að virðast kerfi Zaliznjaks helst til flókið við fyrstu kynni og eilít-
ið óhentugt að fletta sífellt upp í þessum viðauka til að fá upplýsingar um beygingu
einstakra orða. En sannleikurinn er sá að táknkerfið er einstaklega vel hannað, meg-
inatriði þess lærast fljótt og skilningur á grunnþáttum kerfisins helst í hendur við
skilning á rússneska málkerfinu. Sem dæmi má nefna að á sviði áherslumynstra merk-
ir ‘a’ t.d. stöðuga stofnáherslu og ‘b’ stöðuga endingaráherslu — og tekur það jafnt til
sagnorða og fallorða — en ‘c’ (og einnig ‘d-f’ hjá fallorðum) merkir einhvers konar
áhersluvíxl innan beygingardæmisins. Stjama (**’) merkir að eitthvað fellur brott í
sumum beygingarmyndum, sérhljóð ef um fallorð er að ræða en viðskeyti (-Hy-) ef
orðið er sögn. Þríhyrningur (‘A’) táknar ávallt einhvers konar óreglu, þ.e. frávik frá
þeim flokki sem tilgreindur er, og er þá minnst á viðkomandi orð í viðeigandi efnis-
grein í beygingarlýsingu Zaliznjaks á bls. 824—860. Þannig mætti lengi telja.
Kaflinn sem hér um ræðir er að vísu svo stútfullur af upplýsingum að hann hent-
ar e.t.v. ekki algerum byrjanda til að setja sig inn í kerfið (þótt alltaf megi nota kafl-
ann til að „fletta upp“ beygingu tiltekins orðs). Mun fljótlegri leið til að átta sig á meg-
ineinkennum helstu beygingarflokka og áherslumynstra er að glöggva sig á yfirlitum
þeim sem gefin em á bls. 942-943. Þar em sýndar „kennimyndir“ nafnorða og sagna
úr öllum helstu flokkum. Trúlegt er reyndar að mörgum notendum sjáist yfir þessa
einstaklega gagnlegu lista; heppilegra hefði sennilega verið að hafa þá í námunda við
beygingarlýsingu Zaliznjaks, eða jafnvel á undan meginmáli RIO.
Burtséð frá því hversu árennileg mönnum kann að þykja beygingarlýsing
Zaliznjaks í RÍO, þá er óhætt að segja að hún á eftir að reynast ómetanlegt stuðnings-
rit hérlendum rússneskunemum. Rétt er einnig að geta þess að HH hefur samið sér-
stakan bækling, Orðabókarmálfrœði A. Zaliznjaks í hnotskurn (Helgi Haraldsson
2000a), þar sem táknkerfið er útlistað ásamt yfirliti yfir beygingarflokka og áherslu-
mynstur á samþjappaðri og heldur aðgengilegri hátt. Hefur Nesútgáfan tekið að sér að
sjá um dreifingu þess bæklings í tengslum við útgáfu RÍO. Þetta yfirlit HH er mun
þjálla í notkun og þægilegra í meðfömm en að þurfa að fletta fram og til baka milli
meginmáls og viðauka í RÍO. Á hann þakkir skildar fyrir framtakið.