Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Blaðsíða 234
232
Ritdómar
voru endanlega að sigla í strand, var undirritaður staddur í Moskvu og gekk þá m.a.
erinda HH á skrifstofu forlagsins.) HH hóf að kanna aðrar leiðir til að koma bókinni
út og naut þá m.a. vasklegrar milligöngu Ólafs Egilssonar, sendiherra íslands í
Moskvu. En útgáfa verks af þessum toga er kostnaðarsöm og markaðurinn að sama
skapi lítill og því ekki árennilegt fyrir flest forlög að taka á sig slíkt verkefni. Að lok-
um samþykkti Nesútgáfan í Reykjavík þó að gefa RIO út með lágmarksfjárstuðningi.
Hann fékkst með styrkjum frá Menningarsjóði, Utanríkisráðuneytinu og Vísindaráði
á árunum 1993-95. Var bókin prentuð í Singapore 1996 og birtist loks í bókabúðum
hérlendis um áramótin 1996-97. Voru þá hðnir rúmir tveir áratugir frá því að HH hóf
fyrst að vinna að orðabókinni.
1. Sérstaða og hlutverk RÍO
Óþarft er sennilega að taka fram að hér á ferðinni fyrsta bók sinnar tegundar, þ.e.
fyrsta rússnesk-íslenska orðabókin sem nokkru sinni hefur birst á prenti.1 Til þessa
hafa rússneskunemar og áhugamenn um rússneska tungu hérlendis ávallt þurft að fara
í gegnum þriðja mál, s.s. ensku eða dönsku, ef nauðsyn hefur borið til að fletta upp
rússnesku orði eða orðasambandi. Að vísu er rétt að benda á að tvítyngd orðabók sem
fer hina leiðina var til fyrir, en það er Islensk-rússnesk orðabók Valerij P. Berkovs og
Áma Böðvarssonar (1962). Sú bók hefur hins vegar verið illfáanleg um langt skeið,
enda prentuð í fremur litlu upplagi, en auk þess var hún sniðin fyrir rússneskumæl-
andi notendur fremur en íslenskumælandi. Til dæmis voru aðeins gefnar upplýsingar
um framburð, kyn og beygingu íslensku flettiorðanna og ólíkar deilimerkingar ekki
útskýrðar heldur aðeins þýddar beint yfir á rússnesku hver fyrir sig (s.s. ‘karlkyns
hænsnfugl’, ‘krani’ og ‘gikkur’ við flettuna hani). fslenskur lesandi sem ekki kannað-
ist við rússnesku orðin fyrir neyddist þannig til að fletta þeim upp í annarri orðabók
til þess að vita hvert þeirra ætti við í viðkomandi tilviki. Þar sem engin rússnesk-ís-
lensk orðabók var til þurfti þá yfirleitt að gera sér að góðu að nota rússnesk-enska eða
rússnesk-danska orðabók sem millilið — sem aftur skapaði enn frekari möguleika á
misskilningi eða tvíræðni.
Með tilkomu RÍO horfir þetta allt öðruvísi við. Orðabók þessi er ekki einungis
með stærri erlend-íslenskum orðabókum (flettumar em um 50.000 talsins), heldur er
hún óvenju rík hvað varðar notkunardæmi, orðasambönd o.þ.h. Annað sem er nýtt við
RÍO er að hún er sniðin til jafns að þörfum íslensku- og rússneskumælandi notenda.
Þannig era upplýsingar um beygingu — og framburð þar sem slíkt á við — gefnar
bæði um rússnesku flettiorðin og jafnffamt um íslensku jafnheitin, þ.e. þau orð eða
nöfn sem flettiorðin era þýdd með. Ennfremur era skýringar sniðnar fyrir þann not-
1 Þess má til gamans geta að Katrín mikla lét á áranum 1786-89 taka saman gríð-
armikla samanburðarorðabók (Linguarum totius orbis vocabularia comparativa) þar
sem tæplega þrjúhundrað rússneskum orðum var snarað yfir á 200 tungumál og mál-
lýskur — og var íslenska þar á meðal, eins og Liberman (1998) bendir á í öðram rit-
dómi um RIO.