Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Blaðsíða 227
Ritdómar
225
Sé hugað að hinum hljóðvörpunum gerir höfundur (bls. 185) ráð fyrir að í-hljóð-
varp í gestr eigi sér stað fyrr en j'-hljóðvarp við það að gamalt stutt i bliknaði („durch
Schwáchung des Extremwerts f in Richtung auf Schwa initiiert") en ekki beint við
brottfall. Þessi bliknun mun þá talin hafa átt sér stað fyrr á eftir þungstofnum en
léttstofnum. Samkvæmt hugmyndum höfundar er svo f-hljóðvarp ennþá eldra, en
rithættimir hroreR og wate, þar sem eldra áherslulaust f er táknað með e telur hann,
eins og áður sagði, að bendi til hlutleysingar hljóðgilda í áherslulausum atkvæðum
(og þar með hljóðangervingar í áhersluatkvæðunum). Vegna þess hversu snemma f-
hljóðvarp (á undan f í síðasta atkvæði) var á ferðinni er það reglulegt, því það varð
áður en j varð atkvæðisbært. En f-hljóðvarp var hins vegar komið skemmra af stað
þegar þessi „atkvæðing" j átti sér stað og það réð úrslitum um að ekki varð
hljóðangerving í léttstofnum.
Hugmynd höfundar er að um leið og j verður atkvæðisbært sarpprasarana í
orðmyndum eins og *kyni, „slokkni" á f-hljóðvarpinu: „der Ubergang *kunja > *kyni
[steht in direkter Beziehung] mit dem Erlöschen des primáren Ulautvorganges" (bls.
185). ,,[Es] handelt ... sich um ein Interferenzphánomen zwischen i- und j-umlaut,
welches zur Neutraliation des f-Umlauts in Leichtsilbem fiihrt“ (bls. 186). Höfundur
gerir sem sé ráð fyrir að f-hljóðvarpið, sem ekki var komið langt á veg, verði fyrir
truflun vegna hinnar nýju myndar *kyni. A bls. 184 segir höfundurinn: „Die
Entwicklung des phonematischen /-Umlauts in */staði/ = [stæði] wird durch das
Aufkommen des neuen Typus */bæði/ regelrecht unterbunden. In der Tat kommt es
auf dieser Stufe durch EinfluB der ja-Stámme zu einer Reversion der subphonemati-
schen Umlautwerte: */staði/= *[stæði] => *[staði] ...“ (bls. 184).
Hér má auðvitað spyrja ýmissa spuminga. f fyrsta lagi hefðu beinar heimildir um
orðmyndir á borð við *kyni, þar sem upphaflegt j er atkvæðisbært í bakstöðu, mátt
vera gleggri, því það hefði rennt stoðum undir millistigið sem höfundur gerir ráð fyrir
að hafi verið svo örlagaríkt. í öðm lagi má spyrja hvort þessi skýring standi traustari
fótum en aðrar sem gert hafa ráð fyrir viðsnúningi hljóðvarps (þ. Riickumlaut). Það er
að vísu ekki ólíklegt að segja megi að þróun tvíkvæðra mynda með léttum stofni og
hljóðangerðu hljóðvarpshljóði og bakstæðu -f hafi haft áhrif á myndir eins og *staði,
þar sem ekki hafði orðið hljóðangerving. En ekki virðist ljóst hvers vegna þau áhrif
hefðu helst átt að vera þau að „binda fyrir" hljóðvarpið. Hefði ekki eins mátt búast við
að þetta veitti nýjum krafti í það? Og á bls. 184—85 viðurkennir höfundur að í raun-
inni sé þróunin */stadi/ = *[stædi] > *[stadi] „durch Einfluss der/a-Stámme“ einhvers
konar „Riickumlaut", en fyrstur til að nota það orð var Jacob Grimm, þannig að hér
kemur enn fram gamalkunnugt vandamál.
Hvað sem þessu líður virðist vel mega trúa því að /-hljóðvarp hafi verið fyrr á
ferðinni en f-hljóðvarp og að það skýri muninn á beð og stað. En er þá ekki alveg eins
líklegt að gera megi ráð fyrir að brottfall í þessum orðum hafi átt sér stað einmitt á því
stigi þegar beð var */bæði/ = *[bæði] og stað var */staði/ = *[stæði], með öðrum
orðum að það hafi verið brottfallið sem „batt endanlega fyrir“ hljóðvarpið í þessum
orðmyndum og markaði lok hljóðvarpstímans? Þetta getur vel gengið upp ef hægt er
að gera ráð fyrir að í-hljóðvarp, þ.e. vegna i sem helst, t.d. í leti og vh.þt. fœri, sé elst