Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Blaðsíða 246
244
Ritdómar
Hvor þeirra félaga sem á nú meira í þessum kafla, Berkov eða Ámi, þá verður
ekki annað sagt en að hér sé á ferðinni afar gott og ítarlegt yfirlit yfrr málhljóð íslensk-
unnar, framburðarreglur og þess háttar. í mörgum tilvikum fer lýsingin út í merkilega
nákvæm smáatriði. f umfjölluninni um sérhljóðalengd (§4) er t.d. minnst á að í fyrri
lið samsetts orðs er sérhljóð langt á undan p, t, k, s sama hvað fer á eftir (sbr.
[ai]tkvœði, Ij[o\i:]sfrœði), en einnig á undan stöku samhljóði ef h fer á eftir (sbr.
gl[Ei]rharður). Sömuleiðis er stuttlega fjallað um brottföll og veiklanir í samhangandi
tali. Einnig er gefið yfirlit yfir öll helstu mállýskueinkenni og sýnd dæmi um hvert og
eitt.6 Loks er minnst á algeng frávik frá viðtekinni stafsetningu (t.d. í verkum Lax-
ness) og fjallað um reglur um skiptingu orða milli lína.
Það sem helst má finna að þessum hljóðlýsingarkafla er að hljóðritun sú sem not-
ast er við er að sumu leyti úrelt — enda nánast óbreytt frá 1962-gerðinni. Til dæmis
eru uppgómmæltu önghljóðin táknuð með [q], [/] í stað [y], [x], og aðblásin lokhljóð
eru hljóðrituð [hp:] o.s.frv. í stað [hp]. Einnig eru /ív-orð ávallt hljóðrituð með [%] þar
sem þau koma fyrir í dæmum (t.d. ['%a:ð saqðan] hvað sagð’ann í §7,4) — eru það
vísast leifar frá því í orðabókinni frá 1962, þar sem sá framburður var einhafður í
meginmáli bókarinnar.
í þessu sambandi er e.t.v. vert að minnast á að þegar HH grípur til þess að hljóð-
rita íslensk orð í meginmáli RÍO beitir hann talsvert einfaldari hljóðritun en þeirri sem
notast er við í hljóðlýsingarkafla Berkovs; til dæmis valda tæknilegar ástæður því að
raddleysi er ekki sýnt hjá [b, d, g], en fráblástur er heldur ekki alltaf gefinn til kynna
hjá [p, t, k]. Ósennilegt er þó að þetta valdi misskilningi hjá rússneskumælandi les-
anda. Þegar rússnesk orð eru hljóðrituð í meginmáli er hins vegar notast við rússneska
bókstafi, enda dugir það í flestum tilvikum. Stundum þarf þó að auðkenna hljóð sem
ekki eiga sér fulltrúa í rússneska stafrófinu, eins og t.d. í 6or ‘guð’, þar sem eignar-
fallsmyndin 6óra er ýmist borin fram með lokhljóði eða önghljóði (þ.e. ýmist [g] eða
[y]). Hér notar HH úrelta táknið [q] fyrir uppgómmælt önghljóð ([y]), rétt eins og
Berkov gerir í íslensku hljóðlýsingunni. Hætt er við að íslenskan lesanda reki hér í
vörðumar, því ólíklegt er að hann kannist við hljóðritunartáknið [q] eða hljóðgildi
þess. Ekki er heldur minnst á [q] í rússnesku hljóðlýsingunni — og ólíklegt er að ís-
lenskur lesandi leiti í kaflann um íslenska hljóðfræði (á rússnesku!) til að fá upplýs-
ingar um hljóðritun rússneskra orða.
Ágripskaflinn um rússneska hljóðfræði (bls. 821-823) fölnar nokkuð í saman-
burði við íslensku hljóðlýsinguna. Hann er enda langtum knappari eða aðeins tvær
síður, ef undan er skilin yfirlitstafla sem sýnir rússneska stafrófið ásamt umritunar- og
umstöfunarkerfum. Miðað við hvað lýsingin er hér knöpp má heita nokkuð merkilegt
6 Athygli vekur að samasemmerki er dregið milli ng/-framburðar ([riqgla] í stað
[rirjla]) og varðveislu /d/ í orðum eins og andskotinn (þ.e. [andsgothin] í stað
[ansgothin]). Loks má benda á að sú staðhæfing að harðmæli og hv-framburður þyki
fínni eða æskilegri (§14, 9) á sennilega mun síður við nú en hún gerði fyrir tæpum 40
ámm þegar kafli þessi var upphaflega saminn.