Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Blaðsíða 256
254
Ritdómar
2.2 Málfrœðiágrípið
Ekki þarf að orðlengja um það í hve góðar þarfir rússneskumælandi notendum RÍO
kemur ágrip af íslenskri málfræði sem er að fmna aftan við meginmál orðabókarinn-
ar. Auk þess sem það hefur sjálfstætt gildi sem handbók eða jafnvel kennslubók um
íslenska málfræði fyrir rússneskumælandi stúdenta, er ágripið tengt meginmáli orða-
bókarinnar með táknakerfi á þann hátt að upplýsingar um beygingu íslenskra orða eru
ekki gefnar í mjög knöppu og ófullkomnu formi í meginmáli heldur er vísað til mál-
fræðiágripsins. Þetta gefur rússneskumælandi notendum RIO fyllri mynd af íslensku
beygingarkerft en ella mætti fá, en það er einmitt íslenska beygingarkerfið sem vefst
svo oft fyrir útlendingum. Um leið verður þessi aðferð til þess að unnt er að gefa mikl-
ar upplýsingar í meginmáli án þess að eyða í það miklu plássi. Agripið er afar þægi-
legt í notkun ef lesandi leggur það á sig að ,,kynn[a] sér rækilega kaflann Um gerð og
notkun orðabókarinnar, merkingu tákna, notkun málfræðiágripa o.þ.h.“, eins og HH
leggur áherslu á á a.m.k. tveimur stöðum í formála (bls. i, ii). Ég hef reyndar heyrt að
þetta hafi vafist fyrir mörgum notendum orðabókarinnar, einkum þeim sem læra ekki
íslensku á háskólastigi. Hér er þó varla við bókina að sakast, enda er táknakerfið frem-
ur einfalt og aðgengilegt og leiðbeiningar um notkun þess er að finna á tveimur stöð-
um í orðabókinni, bæði framan og aftan við meginmál. Ennfremur telja sumir að það
væri heppilegra að gefa færri málfræðilegar upplýsingar og gera með því bókina
minni, einfaldari og ódýrari, þ.e.a.s. aðgengilegri, enda nota fáir útlendingar allar
þessar málfræðilegu upplýsingar nema að litlu leyti, fyrir utan þá sem stunda ís-
lenskunám á háskólastigi.7 En aðgengileg bók um íslenska málfræði fyrir rússnesku-
mælandi fólk er sem fyrr greinir enn ekki til og ég efast um að íslendingar mundu
vilja heyra útlendinga tala með því að raða saman orðum í stað þess að freista þess að
tala málfræðilega rétt samkvæmt leiðbeiningum á borð við þær sem finna má í RÍO
(segja t.d. *Eg fara vinna í staðinn fyrir Egfer í vinnuna).
Hluti af málfræðiágripinu er kafli um íslenska hljóðfræði eftir Berkov, tekinn með
smávægilegum breytingum úr IRO. Kaflinn hefur að geyma allítarlega lýsingu á ís-
lenskum framburði. Þetta er eini staðurinn í allri RÍO þar sem efasemdir vakna hjá
mér sem notanda bókarinnar um það að nauðsynlegt sé að hafa hana svo ítarlega.
T.a.m. gerir kaflahöfundurinn ráð fyrir a.m.k. þrenns konar linhljóðum. Þannig hefur
tvívaramælt lokhljóð afbrigðin [b], eins og í bátur, [p], eins og í stelpa, verpa og loks
[bh] eins og í lamb. Munurinn á /b/ í bátur og /p/ í verpa er þó sáralítill ef nokkur.
Samkvæmt ríkjandi hefð í íslenskri hljóðfræði, sem gerir ráð fyrir miklu einfaldara
hljóðkerfi í íslensku en því er Berkov lýsir, er þetta tvennt talið vera borið eins fram,
og er fólki frjálst að velja hvaða tákn það notar í hljóðritun: alþjóðlega [p]-ið eða ís-
lenska [b]-ið (sbr. t.d. Eirík Rögnvaldsson 1989, Höskuld Þráinsson 1995, Indriða
Gíslason og Höskuld Þráinsson 1993). Notkun beggja táknanna í svo ofurítarlegri lýs-
ingu verður hins vegar til þess að flækja málið, bæði fyrir íslenskustúdenta og nýbúa
sem læra íslensku utan háskólans. Fyrir þá fyrmefndu ruglast alþjóðlega hljóðritunar-
7 Svipaða athugasemd má finna í ritdómi Savars Sigmundssonar (1983:197) um
Sœnsk-íslenska orðabók, þar sem táknakerfi er notað á svipaðai, hátt.