Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Síða 9
HÖSKULDUR ÞRÁINSSON
Um sagnbeygingu, sagnfærslu og setningagerð
í færeysku og fleiri málum
0. Inngangur
Setningafræðingar gera gjama ráð fyrir því að svonefnd sagnfærsla sé
góð lýsing á þeim mun íslensku og dönsku sem fram kemur í (1) og
(2):1
1 Þessi grein er að stofni til byggð á fyrirlestrinum „Verbal Inflection, Verb
Movement and Clause Structure in Faroese and (Some) Other Languages" sem var
fluttur á Rask-ráðstefnu íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar Háskóla
Islands 28. janúar 1996. Ég hef þó endurskoðað efnið allmikið síðan. Við þá endur-
skoðun hef ég haft mikið gagn af því að ræða um svipaða hluti við ýmis tækifæri, m. a.
hjá Vísindafélagi Islendinga í nóvember 1996, í kennslu á vetramámskeiði í málvís-
indum í Nijmegen í Hollandi í janúar 1997, hjá Félagi íslenskra fræða í febrúar 1997,
í kennslu á sumamámskeiði í málvísindum við Comellháskóla í Bandaríkjunum í júní
1997, í kennslu við Háskóla Islands haustið 1998, í fyrirlestmm við háskólann í Ed-
inborg í apríl 1999 og University College í London í desember 1999, og á ráðstefnum
í Milwaukee í Bandaríkjunum í apríl 2000 og í Þórshöfn í Færeyjum í júlí 2000. Ég
hef lært mikið af athugasemdum þeirra sem hafa hlustað á mig tala um þetta og gert
athugasemdir við málflutninginn og þeir em fleiri en hægt er að telja hér. Ég hef líka
lært mikið af því að vinna að bók um færeysku með Hjalmari R Petersen, Jógvan í
Lon Jacobsen og Zakaris Hansen (sjá Höskuld Þráinsson o.fl. 2000). Það var líka
gagnlegt að fá ítarlegar athugasemdir við það verk frá ýmsum góðum málfræðingum,
en flestar athugasemdir við setningafræðihlutann komu frá Michael Bames, Sten
Vikner og Helge Sandpy. Þá hef ég lært mikið af því að vinna með Jonathan Bobaljik
við það að reyna að botna í sagnfærslu (sjá grein eftir Bobaljik og Höskuld Þráinsson
1998) og af því að vera stundum ósammála Sten Vikner um efni af þessu tagi (sjá
m.a. grein hans í íslensku máli 1997-98 og rit sem þar er vitnað til), þótt við séum
reyndar orðnir sammála um sum aðalatriðin. Ýmsir íslenskir setningafræðingar hafa
gert gagnlegar og gagnrýnar athugasemdir við hugmyndir mínar um þessi efni, eink-
um Eiríkur Rögnvaldsson, Halldór Ármann Sigurðsson, Jóhannes Gfsli Jónsson og
Þórhallur Eyþórsson. Guðrún Höskuldsdóttir aðstoðaði við söfnun efnis úr færeysk-
um textum og Zakaris Hansen sá um að leggja próf fyrir færeyska menntaskólanema.
Ég hef líka notið stuðnings og fyrirgreiðslu ýmissa vina og félaga á Færeyjamálsdeild
Fróðskaparsetursins í Þórshöfn í Færeyjum — og svo auðvitað „fósturforeldra" minna
íslenskt mál 23 (2001), 7-70. © 2001 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.