Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 17
Um sagnbeygingu ... ífœreysku ogfleiri málum 15
spumingar af þessu tagi, þ.e. spumingar þar sem persónubeygða sögn-
in fer á undan frumlaginu, koma aðeins fyrir í aðalsetningum, þ.e.
setningum þar sem tengibásinn er ekki upptekinn vegna þess að auka-
tenging sitji þar. En nú fer persónubeygða sögnin fer á undan miðlæg-
um atviksorðum eins og neitun og öðram slíkum í dönskum aðalsetn-
ingum og fmmlagið fer síðan yfirleitt þar á undan, sbr. (12c). Þess
vegna þarf að gera ráð fyrir því að í slíkum setningum sé frumlagið í
XL-sætinu.
Eins og fram kemur af því sem hér var rakið passar þessi tilgáta
býsna vel við orðaröðina í málum eins og dönsku. í málum eins og
þýsku, þar sem pc^sónubeygða sögnin kemur aftast í aukasetningum
en í öðm sæti í aðalsetningum, gengur þetta líka næsta vel upp, því þar
er ennþá skýrari munur en í dönsku á orðaröð í aðalsetningum og
aukasetningum.8 í íslensku liggur þessi greining ekki eins beint við,
því þar kemur persónubeygða sögnin á undan miðlægum atviksorðum
bæði í aðalsetningum og aukasetningum. Samkvæmt greiningunni hér
stafar það af því að persónubeygða sögnin færist alltaf á B-básinn í
íslensku og þar með framfyrir miðlæg atviksorð, líka í aukasetningum
(sbr. (12e)). Hins vegar er ljóst að færsla persónubeygðrar sagnar í
tengibás myndi lýsa vel orðaröðinni í beinum spumarsetningum í ís-
lensku (sbr. (12f)) og setningum þar sem forsetningarliður til dæmis
hefur verið fluttur fremst í setninguna (sbr. (12g)).
Nú er það reyndar svo að röðin persónubeygð sögn-atviksorð (hér
eftir Sp-ao, þar sem Sp er skammstöfun fyrir persónubeygða sögn) er
ekki bundin við aðalsetningar í dönsku. Þessa röð má nefnilega líka
finna í skýringarsetningum á eftir sögnum sem merkja ‘segja’, ‘álíta’,
‘halda’ o.fl. slíkum, þ.e. svokölluðum brúarsögnum (sjá Vikner
1995a:71). Þetta em þá dæmi á borð við (13b), þótt (13a) sé algengari
röð í dönsku:
8 Reyndar er stundum gert ráð fyrir því að persónubeygða sögnin færist í beyging-
arplássið (þ.e. B) í þýsku, rétt eins og í íslensku, en í þýsku sé beygingarplássið hins
vegar aftast í beygingarliðnum en ekki ffemst og þess vegna komi fram orðaröð eins
og warum er nicht das Walfleisch gegessen hat eða orðrétt: ‘af hverju hann ekki hval-
kjötið borðað hefur’, sbr. áðumefnda athugasemd Jakobs Jóh. Smára um þýsk áhrif á
orðaröð í aukasetningum í íslensku „í eldra nýmáli".