Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 38
36
Höskuldur Þráinsson
haldið fram að klofinn beygingarhaus (og þar með sagnfærsla) geti
ekki komið fyrir í málum sem virðast hafa fátæklega sagnbeygingu.
Ástæðan er sú að böm sem em að tileinka sér mál gætu túlkað tiltek-
in setningarleg einkenni sem merki um klofinn beygingarhaus, til
dæmis sagnfærslu í aukasetningum. Tilgátan segir nefnilega að þau
merki sem böm fara eftir til að átta sig á því hvort málið hafi klofinn
beygingarhaus eða ekki geti bæði verið beygingarleg og setningarleg.
Við lítum nánar á þetta í fjórða kafla, en fyrst skulum við skoða hvem-
ig gögnin blasa við bömum sem em að tileinka sér íslensku og dönsku
til dæmis.21
Hugsum okkur fyrst bam sem er að tileinka sér íslensku. Það rekst
á sagnmyndir eins og (ég) heyri, (ég) heyrði, (við) heyrum, (við)
heyrðum o.s.frv. (sbr. beygingardæmin í (18) hér á undan). Slíkar
myndir gefa vísbendingu um aðgreiningu tíðarmerkis (hér -ð-) og
samræmisendinga (hér -i, -um). Samkvæmt því sem áður segir kallar
þessi aðgreining á klofinn beygingarhaus, þ.e. einn tíðarhaus og ann-
an samræmishaus. Af því leiðir að í íslensku ætti að vera sagnfærsla,
enda passar það við önnur gögn sem bamið rekst á, t. d. setningar eins
og Hún spyr afhverju Jónas borði ekki hval (sbr. (lb) hér á undan). í
íslensku er sem sé ekkert ósamræmi milli þeirra beygingarlegu og
setningarlegu upplýsinga sem blasa við um eðli beygingarhaussins.
Hugsum okkur næst bam sem elst upp í dönsku umhverfi. Það
heyrir sagnmyndir eins og (jeg) hprer, (jeg) h0rte, (vi) h0rer, (vi)
h0rte. Eins og áður er rakið (í tengslum við beygingardæmin í (18))
gefa þessar sagnmyndir enga vísbendingu um aðgreiningu tíðarmerk-
is og samræmismerkis (enda ekkert samræmi milli fmmlags og sagn-
ar í dönsku). Þetta bam hefur því enga beygingarlega ástæðu til að
gera ráð fyrir klofnum beygingarhaus í dönsku, enda passar það við
önnur gögn sem bamið rekst á, t.d. setningar þar sem sagnfærsla verð-
ur ekki, eins og Hun sp0rger hvorfor Jonas ikke spiser hval (sbr. (2b)
21 Ef menn vilja halda í hugmyndina um samsvörun beygingarmerkja (-myndana)
og beygingarhausa, þ.e. þá hugmynd að hverjum beygingarhaus þurfi að samsvara
beygingarmyndan, má hugsa sér að klofinn beygingarhaus kalli á greiningu með núll-
myndani, eins og nánar verður vikið að í kafla 4.1.