Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 45
Um sagnbeygingu ... ífœreysku ogfleiri málum 43
er á dagskrá, tilgátunni um óbein tengsl sagnbeygingar og setninga-
gerðar. Þegar sagnbeygingin hefur einfaldast fá málhafar ekki lengur
ótvíræða vísbendingu frá henni um klofinn beygingarhaus en hann
getur „lifað“ eitthvað áfram í málinu á setningafræðilegum forsend-
um, eins og áður var skýrt. í næstu undirköflum munum við sjá að
þróun orðaraðar í færeysku á 19. og 20. öld virðist staðfesta þetta.24
4.4 Staðhœfingar um sagnfærslu ífæreysku
A undanfömum áram hefur farið nokkuð tvennum sögum af færeyskri
setningafræði, m. a. af því hversu algeng sagnfærsla sé í færeyskum
aukasetningum. Þess vegna verður hér rakið það helsta sem málfræð-
ingar hafa ritað um þetta efni og vitnað í Lockwood (1955), Bames
(1992), Bames og Weyhe (1994), Vikner (1995a,b, 1997-98),
Rohrbacher (1994, 1999), Jonas (1996b), Andreasen og Dahl (1997)
og Henriksen (2000). Til þæginda mun ég oft kalla röðina ao-Sp í
aukasetningum „dönsku röðina“ í því sem hér fer á eftir en röðina
Sp-ao (þ.e. sagnfærsluröðina) „íslensku röðina“.
I fyrsta lagi segir Lockwood í málfræði sinni (1955:157) að það sé
venjulegt (,,usual“) að hafa dönsku röðina í aukasetningum í færeysku
þótt það sé mögulegt (,,possible“) að hafa þá íslensku. Þessu til sann-
indamerkis gefur hann eftirfarandi dæmi:
(43)a. Eg segði tað,
ég sagði það
b. Eg segði tað,
ég sagði það
at hann ikki skuldi havt nakað.
að hann ekki skyldi hafa nokkuð
at hann skuldi ikki havt nakað.
að hann skyldi ekki hafa nokkuð
Eins og glöggir lesendur munu átta sig á sýna þessi dæmi ekki það
24 Hér er þó rétt að vekja strax athygli á því að málið snýst ekki bara um það að
klofinn beygingarhaus geti lifað eitthvað áfram án ótvíræðs vitnisburðar frá sagn-
beygingunni. Málið snýst nefnilega líka um það hvemig á að gera grein fyrir því val-
frelsi sem hér virðist birtast í færslu sagna í aukasetningum í gömlum sænskum heim-
ildum. Samsvarandi valfrelsi er ekki fyrir hendi í dönsku og ekki heldur í íslensku. En
það birtist líka í færeysku, eins og við munum sjá. Þess vegna skulum við geyma okk-
ur frekari umræðu um það þar til í lok þessa kafla.