Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 51
49
Um sagnbeygingu ... ífœreysku ogfleiri málum
Martins Næs úr íslensku, en báðir hafa þeir dvalist hér á landi og eru
altalandi á íslensku. Hjalmar notar íslensku orðaröðina aldrei nema í
fylliliðum brúarsagna26 en Martin notar hana oftar og víðar en flestir
yngri höfundamir.
Yfirleitt virðast yngri höfundar ekki nota íslensku orðaröðina mik-
ið nema þá í fylliliðum brúarsagna. Þar nota margir hana mjög mikið
og nánast allir bregða henni líka fyrir sig í öðrum gerðum aukasetn-
inga. Hér eru nokkur dæmi úr textunum (talið var óþarft að þýða dæm-
in nema í undantekningartilvikum):
(51) Dæmi úr elstu heimildunum:
a. Enn ef hann uill æigi læigu taca (Seyð. 9-10)
b. fyrir vttan kannur ok diska ok potta ok onnur elld gogn
er hon mintist ei huorsu morg voru (Hús. 39-40)
(52) Dæmi úr þýðingum Schr0ters, ásamt frumtextanum:
a. bæra té aa Hondunun, á tö skeál ikkje stoida Foudin moudi... (Matt. 4,6)
bære dig paa Hændeme, at du ikke skal stpde din Fod... (da.)
b. ... lujti kunnu vanta at blujva til naka, dessum vit eru ikkji
Iítið kunnum vænta að verða að nokkru, ef við erum ekki
huajir á at forvitnast um ára Men (Fær., 53)
hugaðir á að forvitnast um aðra menn
...lítil okkur afdrif verða munu, ef vit forvitnumst eigi (ffsl.)
(53) Dæmi frá elstu höfundunum:
a. leggur seg á tey og trýstir so fast á bróstið,
at tey fáa ikki drigið anda (Hamm. 330)
b. og spyr, um hann er ikki nóg ríkur nú (Jak. 6)
c. so hildu tó summi, at Sunneva ikki hevði verið við seg sjálvan (Rasm. 28)
svo héldu þó sumir að Sunneva ekki hefði verið með sér sjálffi
(54) Dæmi frá höfundum fæddum 1900-1940:
a. Jú, so kom tað lágmælt:
jú, svo kom það lágum rómi
Um hann vildi ikki lata vera at melda. (HB, Purk., 39^10)
hvort hann vildi ekki láta vera að kæra
b. teir hpvdu altíð hitst av og á, hó tað hevði ikki verið hvprt ár (SigJ. Eg, 82)
26 Hann hefur reyndar tjáð mér að hann hafi viljandi notað hana eins lítið og raun
ber vitni í þessum texta, það hafi sem sé verið meðvitað stílbragð.