Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 60
58
Höskuldur Þráinsson
atviksorði sem væri hengt við sagnliðinn, SL, en sá staður er talinn
sjálfgefinn fyrir atviksorð eins og neitunina ekki og líka ýmis fleiri at-
viksorð, til dæmis aldrei, sjaldan o. s. frv. Nú er það hins vegar svo að
sum atviksorð að minnsta kosti geta staðið á fleiri en einum stað í
setningu þótt þau eigi sér yfirleitt ákveðið kjörlendi, eins og það er
stundum orðað. Ef atviksorð eru tengd setningagerðinni sem viðhengi
líkt og hér er sýnt, mætti t.d. ímynda sér að þau gætu í einhverjum til-
vikum hengt sig á TíðL í stað SL. Ef persónubeygða sögnin þarf ekki
að fara lengra en í Tíð til að fullnægja formlegum skilyrðum (færa sig
inn á það gátunarsvið sem skiptir máli) kynni því að vera hægt að
finna dæmi um það að atviksorð af nefndu tagi stæðu á undan per-
sónubeygðri sögn í aukasetningu, en slík dæmi væru þá væntanlega
háð einhverjum sérskilyrðum af því að þessi „hærri“ staða fyrir atviks-
orðið (viðhenging við TíðL) væri afbrigðileg.
Nú hef ég að vísu ekki gert nákvæma leit að dæmum af þessu tagi.
Eg hef þó t.d. alltaf litið á orðaröðina í íslenska frumtextanum þegar
ég hef verið að skoða orðaröð í færeyskum þýðingum úr íslensku og
þar hefur íslenska orðaröðin jafnan verið notuð. í sumum tilvikum er
samt hægt að hafa setningaratviksorð (kannski einkum neitunina ekki)
á undan persónubeygðri sögn í íslenskum aukasetningum, eins og
Ásgrímur Angantýsson (1998) hefur skoðað manna ítarlegast. Hann
bendir á að þessi röð gengur misvel eftir því hverrar gerðar aukasetn-
ingin er. Hún virðist ganga best þegar atviksorðið getur myndað „ein-
hverja áherslu eða mótvægi við það sem á undan er komið“, t.d. í til-
vísunarsetningum, tíðarsetningum tengdum með þegar og spumar-
setningum tengdum með spumarfomafni (sjá Ásgrím Angantýsson
1998:24). Auk þess gengur hún yfirleitt betur ef fmmlagið er (áherslu-
lítið) persónufomafn eða ekki nafn, nafnorð eða stærri nafnliður.
Eftirfarandi dæmi em að hluta til byggð á dæmum í ritgerð Ásgríms
(1998, sjá líka 2001:104,107) og eiga að sýna þennan mun, þótt a-
gerðin sé jafnan sú sem virðist sjálfgefin (matsmerkin em frá mér en
matið er í samræmi við meginniðurstöður Ásgríms):
(67)a. Hann gaf henni meðul [sem Ólafur þekkti ekki]
b. (?)Hann gaf henni meðul [sem Ólafur ekki þekkti]
c. *Hann segir [að Ólafur ekki þekki meðulin]