Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 78
76
Eiríkur Rögnvaldsson
gengilegri og auðvelda mönnum að nýta sér hana. Þar má í fyrsta lagi
nefna notkun tungumálsins við leit á netinu og í ýmiss konar gagna-
bönkum. I stað þess að bera spumingar fram á staðlaðan hátt, og nota
takmarkaðan orðaforða, er nú víða hægt að spyrja á venjulegu máli,
rétt eins og maður talar við mann. Þetta er að verða algengt víða er-
lendis þar sem svara þarf mörgum svipuðum fyrirspumum á ákveðnu
sviði, t. d. í sambandi við flug- og lestarsamgöngur. Þar em nýtt svo-
nefnd samræðukerfi (e. dialogue systems) þar sem maður og tölva
ræða saman á mannamáli, ýmist rituðu eða töluðu. Mikið er nú lagt í
rannsóknir og þróun á þessu sviði (sjá t.d. Jurafsky og Martin
2000:719-721, Stork 1996).
í öðm lagi má nefna notkun málsins við stjóm tölva og ýmiss kon-
ar tölvustýrðra tækja. Það fer mjög í vöxt að slíkum tækjum sé stjóm-
að með venjulegu máli, annaðhvort rituðu eða töluðu. Skipanir em þá
ýmist slegnar inn á lyklaborð eða talaðar í hljóðnema, í stað þess að
ýtt sé á þartilgerða takka. Þetta mun á næstunni taka til sífellt fjöl-
breyttari tækja, s.s. ýmiss konar framleiðslutækja, heimilistækja og
bfla. En engin slflt tæki skilja íslensku — enn sem komið er a.m.k. Til
að svo megi verða þarf m.a. að leggja mikla vinnu og fé í að gera ná-
kvæma íslenska hljóðlýsingu og hljóðgreiningu. Fyrirtækið Voice Era
vinnur nú að slíkri greiningu og verður fróðlegt að sjá hvort og hvem-
ig sú vinna skilar sér í nothæfum samræðukerfum og öðmm tungu-
tæknitólum.
1.3 Tölvunotkun í íslenskum málrannsóknum
Á íslandi hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir sem telja má til mál-
tölvunar. Fyrsta rannsókn á íslensku máli sem unnin var í tölvu var
könnun Baldurs Jónssonar og samstarfsmanna hans á tíðni orða í
Hreiðrinu eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson, og í framhaldi af því
ólemmaður orðstöðulykill1 yfir sama texta (sjá Baldur Jónsson 1975,
1 Orðstöðulykill tiltekins texta er skrá þar sem öll dæmi um sérhverja orðmynd
textans eru sýnd í samhengi, þ.e. með nokkrum næstu orðum á undan og eftir, þannig
að hvert dæmi fær sérstaka línu. Lentmun texta felst í því að flokka saman þær mynd-
ir sem tilheyra sama flettiorði, og greina sundur samhljóma orð sem tilheyra mismun-