Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 79
77
Tungumál, tölvur og tungutœkni
1978; Baldur Jónsson, Bjöm Ellertsson og Sven Þ. Sigurðsson 1980).
Langsamlega viðamesta og vandaðasta rannsóknin á þessu sviði er sú
tíðnikönnun á íslenskum textum sem unnið var að hjá Orðabók Há-
skólans á ámnum 1986-1991. Niðurstöður hennar birtust í íslenskri
orðtíðnibók (1991) eftir Jörgen Pind (ritstjóra), Friðrik Magnússon og
Stefán Briem; sjá einnig Friðrik Magnússon (1988).
Um miðjan síðasta áratug komu svo út tveir viðamiklir orðstöðu-
lyklar sem báðir vom að nokkm leyti tölvuunnir og höfðu verið í
vinnslu um nokkurra ára skeið. Annar var Biblíulykill, sem gengur að
útgáfunni frá 1981. Þetta var samstarfsverkefni fimm aðila, þ.e. ís-
lenskrar málstöðvar, Orðabókar Háskólans, Málvísindastofnunar Há-
skólans, Guðfræðistofnunar Háskólans og Baldurs Pálssonar forritara.
Liblíulykillinn kom út árið 1994 og var fyrsti lemmaði og tölvuunni
orðstöðulykillinn að texta á íslensku sem prentaður hefur verið.- Lík-
lega verður Biblíulykillinn jafnframt síðasti prentaði orðstöðulykillinn
á íslensku. Það em sennilega úrelt vinnubrögð að gefa skrár af þessu
lagi út á prenti, því að rafrænar útgáfur em mun ódýrari og sveigjan-
legri í alla staði. Fyrsti lykillinn sem birtist á því formi var Orðstöðu-
lykill íslendinga sagna, sem gefinn var út á geisladiski 1996 og er
viðamesti orðstöðulykill sem hér hefur verið gerður. Ritstjórar hans
em Bergljót S. Kristjánsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson, Guðrún Ingólfs-
dóttir og Ömólfur Thorsson. Nú er svo unnið að gerð orðstöðulykils
yfir skáldsögur Halldórs Laxness, í samvinnu Orðabókar Háskólans
°g Vöku-Helgafells.
Aðferðum máltölvunar hefur lítið verið beitt við rannsóknir á ís-
lenskum bókmenntum. Þó má nefna athuganir Ömólfs Thorssonar
(1993, 1994) á orðaforða Grettis sögu og annarra íslenskra fomsagna.
andi flettiorðum. Þannig eru færðar saman myndir eins og á, eiga, œtti o.fl. af so.
eiSð, en dæmi um orðmyndina á greind sundur eftir því hvaða flcttiorði þau tilheyra
ds. á, so. eiga, no. á, no. cer). í ólemmuðum orðstöðulykli hefur slík greining ekki far-
ið fram.
Áður höfðu verið gefnir út lemmaðir orðstöðulyklar sem voru algerlega hand-
unnir, þ.e. Orðalykill að Nýja testamentinu (Bjöm Magnússon 1951) og A Concor-
dance to Eddic Poetry (Kellogg 1988).