Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Síða 88
86
Eiríkur Rögnvaldsson
er hengt á hvert orð, t.d. Gamla<lo> konan<no> mætti<so> þess-
um<fn> tveim<to> drengjunKno> /'<fs> morgun<no>. Síðan er hægt
að ganga lengra og bæta inn hvers kyns málfræðilegum upplýsingum,
s.s. um kyn, tölu, fall, persónu, tíð, stig o.s.frv. Einnig má marka orð
með upplýsingum um setningafræðileg hlutverk, s.s. frumlag, andlag,
umsögn o.þ.h.
Meginhluti málfarsleiðréttinga í tölvu er óhugsandi án málfræði-
legrar greiningar. Aðeins lítill hluti málfarsvillna felst í því að notaðar
séu orðmyndir sem ekki eiga að koma fyrir í málinu (t. d. föðurs í stað
föður). Langflestar villur felast í því að nota leyfilegar orðmyndir á
óleyfilegum stöðum í setningu. Villur eins og Ég hitti systir þína (í stað
systur), vegna þeirrar tilhneigingu (í stað tilhneigingar), fjöldi manna
komu (í stað kom), mér langar (í stað mig langar) o. s. frv. er ekki hægt
að finna og leiðrétta á vélrænan hátt án málfræðilegrar greiningar, því
að systir, tilhneigingu, mér og komu eru allt fullkomlega leyfilegar ís-
lenskar orðmyndir — bara ekki á þessum stöðum í setningu.
Ymsar algengar stafsetningarvillur eru líka þess eðlis að þær finn-
ast ekki nema með málfræðilegri greiningu. Mörg orð í málinu eru t. d.
ýmist skrifuð með einu eða tveimur /i-um eftir setningafræðilegri
stöðu; morgunn/morgun, KristinnlKristin,farinnlfarin o.s.frv. Hér eru
báðar myndimar leyfilegar og villuleitarforrit sem eingöngu skoðar
hverja orðmynd fyrir sig finnur því ekki villumar í það er kominn
morgun, ég hitti Kristinn, hann erfarin.
Vélrænar þýðingar byggjast einnig á málfræðilegri greiningu. Án
slíkrar greiningar getur vélræn þýðing ekki orðið annað en einföld
uppfletting í orðasafni þar sem orð úr einu máli er sett í stað orðs í
öðm máli og ekkert hirt um reglur um orðaröð, beygingar og annað
slíkt. Þá koma upp alþekkt dæmi eins og hot spring river this book
(fyrir hver á þessa bók).
Málfræðileg mörkun fer venjulega fram í tveimur þrepum. í fyrra
þrepinu er orðum í textanum flett upp í orðasafni með beygingarleg-
um upplýsingum og þær upplýsingar síðan færðar inn í textann.
Þannig eiga t. d. að fást upplýsingar um að í sé forsetning, hesturinn sé
nafnorð í karlkyni, eintölu, nefnifalli, með greini, og fóruð sé sögn í
annarri persónu, fleirtölu, þátíð, framsöguhætti, germynd.