Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 184
182
Jörgen Pind
hljóðinu og þegar þessi tími er langur skynjum við fráblástur. Aðrödd-
unartíminn hefur auk þess þann ótvíræða kost að mjög auðvelt er að
mæla hann á hljóðbylgju- og hljóðrófsritum.
Ljóst er að aðröddunartíminn hefur dugað vel til að lýsa þeim mun
sem er á lokhljóðum eftir röddun eða fráblæstri í málum þar sem eru
tveir flokkar lokhljóða eins og í ensku, spænsku, frönsku eða kín-
versku (Catford 1988:191-198). Aðröddunartíminn getur einnig dug-
að til að gera grein á þrem flokkum lokhljóða í máli eins og tælensku
(Lisker og Abramson 1964) en hins vegar ekki í máli eins og kóresku
þar sem aðrir þættir, einkum grunntíðni við upphaf röddunar, koma
við sögu auk aðröddunartímans (Kim, Beddor og Horrocks, 2002). I
íslensku samsvarar langur aðröddunartími nokkum veginn því sem
hefur verið kallað fráblástur. Þó er þess að geta að stundum hafa menn
viljað greina hvellinn (e. burst) fremst í fráblæstrinum frá fráblæstrin-
um sjálfum. Hvomtveggja er hins vegar fellt undir aðröddunartím-
ann.1
Aðröddunartími er eitt mesta rannsakaða hljóðkenni í talskynjun-
Þær rannsóknir hófust með Lisker og Abramson (1970) en hafa síðan
tekið til ótal þátta í talskynjun, til áhrifa talhraða (Summerfield 198L
Volaitis og Miller 1992), til skynjunar hvítvoðunga á tali (Eimas.
Siqueland, Jusczyk og Vigorito 1971) og til skynjunar í ólíkum tungu-
málum, þar á meðal í íslensku (Jörgen Pind 1995, 1996). Hér verða
birtar mælingar á aðröddunartíma í íslensku en fáar slíkar mælingar
em tiltækar. Magnús Pétursson (1976) greinir þó frá því að meðal-
lengd fráblásturs í allmörgum orðum sem hann mældi hafi verið 47,5
ms í fráblásnu lokhljóðunum og 16,2 ms í ófráblásnu lokhljóðunum-
Þekkt er úr öðmm rannsóknum að aðröddunartími er lengstur með
gómmæltum lokhljóðum (Lisker og Abramson 1964). Samband að-
röddunar við eftirfarandi sérhljóð er óljósara. Lisker og Abramsou
1 Reyndar er hljóðmyndunin á skilum fráblásinna lokhljóða og sérhljóða til d®111
is flóknari en svo að hún samanstandi einvörðungu af hvelli og fráblæstri. Stevens
(1993, 1999) telur þannig að fyrsti hluti fráblásturs sé önghljóð sem síðar breyt>sl 1
blástur, en hér verður horft framhjá því.