Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 185
Aðröddunartími í íslensku
183
(1967) töldu sérhljóðið ekki hafa áhrif á lengd aðröddunar (sérhljóðið
er „non-factor“ með þeirra orðum) en Klatt (1975) komst að því að að-
röddunartími fráblásinna lokhljóða var lengri á undan nálægum sér-
hljóðum en miðmæltum eða fjarlægum.
2- Aðferð
Efniviður þessarar rannsóknar var gerður úr einkvæðum segðum
(eða atkvæðum) þar sem lokhljóð fer á undan sérhljóði, til dæmis ba,
Pa, ga, ka o.s.frv. Pöruð voru saman öll íslensku lokhljóðin /b, d, g,
P> t, k/ og íslensku einhljóðin átta /í, i, e, u, ö, ú, o, a/. Alls er því um
að ræða 48 ólíkar segðir. Atkvæðin voru skráð á lista og var hvert
Þeirra endurtekið 10 sinnum. Atkvæðum var raðað í handahófsröð í
fimm bálkum, innan hvers bálks voru því tvö dæmi um hvert at-
kvæði. Ætlunin var að mæla aðeins fimm dæmi um hvert atkvæði en
fltálhafar voru látnir lesa mun fleiri dæmi ef svo færi að mislestur
eða hik gerði sum atkvæðin ónothæf. Málhafar voru tveir, höfundur
°g nemi við Háskóla íslands. Upptökur voru gerðar í hljóðlátu um-
hverfi og var talið tekið upp á Marantz SD 315 kassettuband. Hljóð-
nemi var af gerðinni Sennheiser ME 40. Talhraði var því sem næst
eðlilegur, málhöfum var uppálagt að lesa hvorki sérstaklega hratt né
^ægt. Bil var milli allra atkvæða. Lokhljóðið var því ætíð fremst í
hverri segð.
Að lokinni upptöku voru mælingar fluttar í tölvuminni og síðan
Varðveittar í tölvuskrám. Tölvuupptakan var gerð með hug- og vél-
únaði frá Sensimetrics sem nefnist SpeechStation og vinnur á PC-
|ðlvu. Upptökutíðni var 16 kHz. Þessi búnaður birtir hljóðrófs- og
Jóðbylgjurit á skjá og er því engum sérstökum vandkvæðum bund-
að marka fyrir upphafi segðar eða hvar blástur breytist í röddun, en
Pessi tímalengd ákvarðar lengd aðröddunartímans. Einnig var mark-
að fyrir niðurlagi segðar. Mynd 1 sýnir hljóðrófs- og hljóðbylgjurit
°g ka og er aðröddunartíminn fremst í hvoru atkvæði auðmælan-
legur.