Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Síða 187
Aðröddunartími í íslensku
185
rannsóknum ber því vel saman en aðröddunartíminn er lengri en mæl-
lngar Magnúsar Péturssonar (1976) á fráblæstri bentu til. Líklegt er að
°ltkar skilgreiningar á því sem mælt er valdi hér mestu.
Unnt er að kanna samspil fráblásturs (aðröddunartíma), myndunar-
staðar lokhljóðsins og undanfarandi sérhljóðs með tölfræðilegum að-
ferðum. Þríhliða dreifigreining, fráblástur X myndunarstaður X sér-
hljóð, sýnir að allir þessir þrír þættir hafa marktæk áhrif: fráblástur,
^(1,9) = 1277,71, p < 0,001; myndunarstaður, F(2,18) = 112,18, p <
0.001; sérhljóð, F(7,63) = 5,96, p < 0,001. Samvirkni fráblásturs og
tttyndunarstaðar er ómarktæk (F(7,63) = 3,47, p > 0,05) en samvirkni
fráblásturs og sérhljóðs er tölfræðilega marktæk (F(7,63) = 2,85, p <
0,05) og sömuleiðis samvirkni myndunarstaðar lokhljóðsins og und-
^farandi sérhljóðs (F(14,126) = 4,5, p < 0,001).
Myndunarstaður lokhljóðsins hefur kerfisbundin áhrif á lengd að-
röddunar eins og komið hefur fram í rannsóknum í öðrum málum.
^fta kemur fram í (1);
(1) ófráblásin:
þ 18 ms (sf = 6)
d 24 ms (sf = 7)
g 35 ms (sf = 10)
fráblásin:
ph 82 ms (sf =17)
th 84 ms (sf = 13)
kh 99 ms (sf =14)
ff^ert þessara meðaltala er fengið úr 80 mælingum. Innbyrðis saman-
hurður (e. pairwise comparisons) leiðir í ljós marktækan mun milli
Varamæltra, tann(bergs)mæltra og gómmæltra ófráblásinna lokhljóða:
“ 7 d, F(l,9) = 36,59, p < 0,001; d - g, F(l,9) = 66,14, p < 0,001. í
fráblásnum lokhljóðunum er ekki marktækur munur á aðröddunartíma
tPh] og [th] en hins vegar er marktækur munur á aðröddunartíma [th]
°g (kh]: ph _ th; F(l,9) < 1; th - kh, F(l,9) = 72,34, p < 0,001.
hótt greinilegur munur sé á meðallengd aðröddunar í ófráblásnum
°g fráblásnum lokhljóðum er nokkur skörun milli þessara flokka eins
°g sést af spönn mæligildanna. Aðröddunartími í ófráblásnu hljóðun-
um liggur á bilinu 9-57 ms. í fráblásnu hljóðunum liggja mæligildin
a hilinu 35-133 ms. Mynd 2 sýnir dreifmgu mæligilda aðröddunar í
°fráblásnum og fráblásnum lokhljóðum og þar kemur skörun aðrödd-
Uriar f ófráblásnum og fráblásnum hljóðum fram. Væri farin sú leið að