Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 207
Er líf eftir Bjöm?
205
land í 21. og 22. árgangi íslensks máls og ritum sem þar er vísað til).
^að er þó ekki fyrr en á 17. öld, nánar tiltekið í Kaupmannahöfn árið
1651, sem fyrsta íslenska mállýsingin kemur út, málfræði Runólfs
Jónssonar (oftast kölluð Grammaticæ islandicæ rudimenta ‘Frumat-
nði íslenskrar málfræði’ — titillinn er reyndar talsvert lengri, sjá t. d.
hjá Guðrúnu Kvaran 1993:125, 162). Fyrir þann tíma höfðu birst kafl-
ar með stuttum almennum mállýsingum en engin heilleg bók. Bók
Runólfs var auk þess eina prentaða málfræðibókin sem íslendingar
höfðu aðgang að næstu 160 árin (hún var endurútgefin í Oxford 1688)
eða þangað til Rasmus Kristján Rask skrifaði bók sína Vejledning til
det islandske eller gamle nordiske sprog, sem kom út árið 1811. A
þessu tímabili höfðu nokkrar bækur verið skrifaðar en ekki gefnar út.
Af þeim hlaut þó ein, Réttritabók Eggerts Ólafssonar, talsverða út-
hreiðslu og virðist hafa farið víða í uppskriftum. Runólfur Jónsson
skrifaði á latínu og hafði latneskar málfræðibækur sem aðalfyrirmynd
Því ekki var til að dreifa norrænum mállýsingum fyrr en síðar (Guð-
Kvaran 1993:123-124).
Uómar samtímamanna Runólfs voru hvorki mildir né ígrundaðir,
1-d. segir Jón úr Grunnavík, og hefur eftir Páli lögmanni Vídalín, að
hókin „væri svo álits sem drukkinn maður hefði samanskrifað hana á
einni nóttu“ (Jón Þorkelsson 1897:CV-CVI; hér tilvitnað eftir Guð-
^nu Kvaran 1993:126). Ekki voru seinni tíma menn alltaf mildari í
dómum. Þannig segir Jón Helgason prófessor um bók Runólfs að þrátt
fyrir þá erfiðleika sem Runólfur hafi staðið frammi fyrir við samningu
hókarinnar sé hægt að segja að hún hafi heppnast „vonum ver (Jón
^elgason 1926:150; hér tilvitnað eftir Guðrúnu Kvaran 1993:127).
Hér verður hlaupið yfir 18. öldina og staðnæmst við árið 1861 en
tað ár gaf Halldór Kr. Friðriksson út íslenzka málmyndalýsingu. Hall-
dór skrifar bókina vegna þess að hann vantar bók fyrir skólapilta í lat-
lnuskólanum og segir svo í formála:
Jeg ijeðst því í, að rita bækling þennan, sem hjer kemur fyrir al-
niennings-sjónir, og þótt mörgum kunni að finnast honum ábóta-
vant í mörgu, verð jeg að biðja góða menn að gæta þess, að hann
er einkum ritaður í þeim tilgangi, að hann væri hafður sem undir-