Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Síða 208
206
Þórunn Blöndal
staða fyrir íslenzkukennslunni í latínuskólanum, eptir því, sem
mjer virðist hún ætti að vera, eða með öðrum orðum: eptir því»
hverja þekkingu að mjer finnst piltar í latínuskólanum þyrftu og
ættu að fá á sinni eigin tungu (Halldór Kr. Friðriksson 1861:3-4)-
Svo virðist sem með bók Halldórs Kr. Friðrikssonar hafi verið sleginn
tónn sem mönnum líkaði því lítill munur er á framsetningu í kennslu-
bókum eftir að bók hans kom út (sbr. Guðrúnu Kvaran 1996:160). Bók
Bjöms Guðfinnssonar, íslenzk málfræði handa skólum og útvarpi, er
með svipuðu sniði og tekur á sömu þáttum. Hún byggir því á nærri 80
ára hefð þegar hún kemur út 1937.
íslenska hefðin, eða íslenski skólinn í ritun málfræðibóka, fylgir
föstu formi sem flestir kannast við úr bók Bjöms Guðfinnssonar.
Skyldubundið virðist að fjalla ítarlega um orðflokkana og þá helst
formleg einkenni þeirra; þeir em 9, 10 eða 11 talsins eftir því hvort
töluorð og nafnháttarmerki em talin með. Hefðin segir líka að stutt-
lega verði að fjalla um orðmyndun og hljóðfræði en að auki er val-
frjálst að láta fylgja ágrip af setningafræði, bragfræði, greinarmerkja-
setningu og stafsetningu.
Er þá ekki allt harla gott? Það væri vissulega freistandi að draga þa
ályktun að almenn ánægja hafi verið ríkjandi með skipan málfræði-
kennslunnar og móðurmálskennsluna yfirleitt og árangurinn af hennt-
Ummæli í blöðum og tímaritum sýna þó annað. Alla 20. öldina kemur
öðm hveiju fram hávær gagnrýni á íslenskukennsluna í skrifum skálda,
fræðimanna og kennara (sjá t.d. Guðmund Finnbogason 1994 (1903),
Matthías Jónasson 1955, Véstein Ólason 1968, Sigurð A. Magnússon
1971 og Jakob Benediktsson 1971). Gagnrýnin hefst þegar árið 1903,
en þá kemur út rit Guðmundar Finnbogasonar, Lýðmentun. Guðmund-
ur var víðmenntaður maður og hafði fengið styrk frá Alþingi til að
kynna sér uppeldis- og menntamál með öðmm þjóðum. Skólamál'
fræðin hlýtur ekki náð fyrir augum Guðmundar og hann hefur upp1
efasemdir um nytsemi hennar:
(2) Hingað til hefur mest áhersla verið lögð á orðmyndunarfræðina, að
kenna að skipa orðunum niður í flokka og beygja þau, eftir kyn>»
tölu, föllum, stigum, tíðum, persónum, háttum, myndum o.s.fA-’