Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 209
Er lífeftir Björn?
207
og eflaust má leika sér að þessu, ef ekki er annað þarfara að nota
tímann til. Þó væri eflaust gagnlegra að verja meiri tíma til hins, að
beina athygli nemandans að því, hvemig málið lifir og breytist í sál-
um manna og á vömm þeirra, sýna þeim hin helstu lög, er þessar
breytingar hlýða, hvemig hljóðin breytast, hvemig ein orðmynd
hefur áhrif á aðra, hvemig orð fá smátt og smátt nýja merking ...
hvemig orðin fæðast, komast til valda, falla úr tign og deyja, hvem-
ig orðum er haganlegast skipað í setningu og hvað er mæfikvarðinn
fyrir góðu og fögm máli (Guðmundur Finnbogason 1994:75-76).
móðurmálskennsluna almennt segir Guðmundur:
(3) ...vér læmm að vinna við að vinna, læmm að tala og rita málið
við að tala það og rita. Að heyra og lesa fagurt mál er besti undir-
búningurinn, en auk þess þarf iðkunina og hana mikla (Guðmund-
ur Finnbogason 1994:75).
Og Guðmundur átti eins og áður sagði marga skoðanabræður á öldinni
Sem leið. Gagnrýnin á skólamálfræðina er samhljóma og boðskapur-
lnn skýr: Það þarf að sinna fleiru í móðurmálskennslunni en málfræði-
Sminingunni. Meðan bömin sitja sveitt yfir greiningunni fer dýrmæt-
Ur tími til spillis. Matthías Jónasson orðar þetta svo:
Hljómandi tungan hljóðnar fyrir þöglu máli pennans. Hvert skóla-
bam ber móðurmálið sér á tungu, en viðfangsefni þess í móður-
málsnáminu em ... skriflegar beygingar, skrifleg greining og full-
greining, að ógleymdri stafsetningunni. Meðan tungutak bamsins
stirðnar og eyrað sljóvgast á mun réttra hljóða og rangra, skekkist
hryggur þeirra yfir afskriftum og fullgreiningu (Matthías Jónas-
son 1955:162).
0
g enn sitjum við föst á sama stað. Ég sé ekki betur en það megi gagn-
málfræðikennsluna nú á svipaðan hátt og margir gerðu alla síð-
ustu öld. í upphafi 21. aldar em nemendur enn að beygja, greina og
jý greina í kennslustundum. Er furða þótt spurt sé: Er nokkurt líf eftir
"jörn?