Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Síða 218
216
Þorgeir Sigurðsson
2 Hefðbundin umfjöllun um atkvæði og rím
2.1 Hefðbundin atkvæði í lýsingum á rími
í hefðbundinni atkvæðaskiptingu sem menn kannast við úr skólalær-
dómi er orðum skipt í atkvæði við orðaskil eða orðhlutaskil og á und-
an hverju sérhljóði nema hinu fyrsta. í Snorra-Eddu er þessi atkvaeða-
skipting notuð til að lýsa rími dróttkvæða, sbr. eftirfarandi tilvitnun úr
fyrsta kafla Háttatals:
Skal í fyrra vísuorði þannig greina þá setning:
jörð kann frelsa, fyrðum
Hér er svá: jörð, fyrð, þat er ein samstafa í hvárum stað, ok sinn hljóð-
stafr fylgir hvárri, ok svá upphafsstafir, en einir stafir eru eftir hljóðstaf
í báðum orðum. Þessa setning hljóðfalls köllum vér skothending. En >
öðru vísuorði er svá:
friðrofs konungr, ofsa.
Svá er hér: rofs, ofs. Þat er einn hljóðstafr ok svá allir þeir, er eftir fara
í báðum orðum, en upphafstafir greina orðin. Þetta heita aðalhendingar
... (Guðni Jónsson (útg) 1954:249 (uppsetningu breytt hér))
Hér er orðunum fyrð.um og ofs.a (hér er fylgt þeirri algengu aðferð að
tákna (meint) atkvæðaskil með punkti) skipt í atkvæði (samstöfu etns
og Snorri kallar það) á undan seinna sérhljóðinu. Hér kemur ennfrem-
ur fram að atkvæði rími saman ef sömu samhljóð fylgja sérhljóði.
Snorri og samtímamenn hans notuðu ekki orðið atkvæði heldnr
þýddu þeir latneska orðið syllaba (atkvæði) með orðinu samstafa eins
og hér kom fram. Sams konar orðanotkun og lýsing á rími kemur fram
hjá Ólafi hvítaskáldi Þórðarsyni, frænda Snorra, í eftirfarandi tilvitn-
un í Þriðju málfræðiritgerðina, en hún er að mestu þýðing á klassísk'
um latneskum málfræðiritum:
Þessar samstpfvr gera mesta fegrð i skalldskap, ef einn raddarstafr &1
tveim samstgfvm ok hinir sgmu stafir epúr setúr, sem her: snarpr, garpr;
ok kgllvm ver þat aðalhendingar. En ef sinn raddarstafr ær i hvarr>
samstgfv, enn allir einir samhlioðendr eptir, sem her; vaskr, rgskr, — Þat
kgllvm ver skothendingar (Bjöm M. Ólsen (útg) 1884:51)).
Þessar tilvitnanir sýna að sú atkvæðaskipting sem hér er kölluð hefð'
bundin hefur verið tengd við rím og þótt finna megi galla á þessari lýs'
ingu Snorra og Ólafs á rími er ekki augljóst hvemig setja megi frafll
aðra skiptingu í atkvæði sem sé gagnlegri til að lýsa rími.