Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Qupperneq 221
Rímstuðlar
219
ur næst vitnað til mállýsingar Jóhannesar L.L. Jóhannssonar (hér er
Punktur notaður til að sýna atkvæðaskil en Jóhannes notar bandstrik):
Til stuðnings þessari röngu kenning sinni um hljóðdvalarmun á þungu
samstöfunum í bú og búa, ræ og róa o.s.frv. hafa sumir menn komið
með þá fjarstæðu að samstöfuskilin í fommáli hafi verið á undan sam-
hljóðinu en eigi á eftir í orðum sem t.d. skafa, bera. Það á að hafa ver-
ið ska.fa, be.ra, (f. skaf.a, ber.a) o.s.frv. En málsagan (t.d. Vemerslög-
málið) mótmælir réttmæti slíkrar skoðunar (sbr. áðumefnd ritgerð Nat.
Beckmans, bls. 90-91). Sama villudóm hljóta þá sömu málfræðingar að
flytja um nýíslenzku og segja samstöfuskilin, t.d. í tala sárum, sé ta.la,
sá.rurn. En ef litið er á hljóðlengd raddhljóðanna í málinu nú, þá mót-
mælir hún alveg slíkri skiftingu. Sérhverjum manni er auðheyrður hljóð-
dvalarmunurinn, t.d. á a í man og mann eða í sal og salt, og þessi mis-
munur helzt óbreyttur í orðunum, þótt á eftir komi raddhljóðsatkvæði í
viðbót, t.d. í mana og manna eða í sala og salta, sem sýnir aðskilin
óbreytt, og svo, að það er samhljóðafjöldinn í samstöfulokin, sem mun-
inn gerir, og þá hljóta þau í sameiningu við raddhljóðið á undan að
mynda atkvæðið, eða a.m.k. tilheyra þeirri samstöfu. Ef aðskilin hefði
færzt til, við tilkomu slíkrar endasamstöfu, og samhljóðin þar flutzt yfir
t samstöfu (þ.e. yfir í annað atkvæði en áður), þá hefði sama hljóðdvöl
alls eigi getað óbreytt haldizt. Ennfremur færir innrímið í íslenzkum nú-
tíðarljóðum skýr mótmæli gegn þessu, alveg á sama veg sem í fomís-
lenzku. Það eitt er því náttúrlega rétt, nú sem þá, að segja, „að samstafa
rími við samstöfu", annars glatast öll samhljómum og af því sannast þá
líka, að samhljóðin, er á milli raddhljóðanna standa, verða að fylgja fyrri
samstöfunni. Þetta má sýna með þessari hringhendu vísu eftir Þorstein
Erlingsson:
„Út hjá póli aldinn mar I á um njólu gaman;
árdagsíó/ og aftann þar I eiga stóla saman. “
Ef nýjungarkreddan um samfstöfuskilin væri á rökum reist, ætti rím
að haldast, þótt vísunni væri þannig breytt;
„Út hjá Fróni aldinn mar I á um snjóinn gaman;
árdags//óm/ og aftann þar I eiga stóla saman.“
hví fer nú fjarri, að rímið haldist þarna, sem ætti að kenna mönnum, hví-
líka staðleysustafí þeir fara þama með ...
(Jóhannes L. L. Jóhannesson 1924:56-57).
j, Þessari umfjöllun Jóhannesar er bent á tvær veigamiklar röksemdir
^rír þvf að skipta orðum í hefðbundin atkvæði. Fyrri röksemdin er sú