Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Síða 222
220 Þorgeir Sigurðsson
að með því virðist einfaldara að setja fram reglur um lengd sérhljóða 1
nútímamáli en síðari röksemdin er að með því virðist vera einfaldara að
gera grein fyrir rími í kveðskap með því að segja að þessar orðeiningar
(samstöfur, atkvæði) rími saman. Um fyrra atriðið verður ekki rætt frek-
ar hér en í næsta kafla verður útskýrt hvemig nota megi þessa nýju gerð
atkvæðaskiptingar til að lýsa rími þrátt fyrir röksemdir Jóhannesar.
3 Það sem rímar — atkvæði og stuðull
í vísunni eftir Þorstein Erlingsson sem Jóhannes vitnaði til ríma sarn-
an orðin póli, njólu, sól og, stóla. Þau skiptast í atkvæði þannig, sam-
kvæmt því sem áður var lýst (athugið að hér er gert ráð fyrir því að /-
ið úr sól fylgi eftirfarandi orði sem hefst á sérhljóði, sbr. athugasemd-
ir um slík orð hér framar og atkvæðaskiptinguna sem sýnd er í (1)):
(2) pó.li, njó.lu, só.log, stó.la
Hér eru því fjögur áhersluatkvæði með sama sérhljóð en mismunandi
upphafssamhljóð, pó-, njó-, só-, stó-, en til viðbótar eru fjögur
áherslulaus atkvæði með mismunandi sérhljóð en sama upphafssam-
hljóð. -li, -lu, -lo, -la. Til samanburðar getum við tekið orðin sem Jð'
hannes segir að rími ekki saman og greint þau í atkvæði samkvænit
þeim reglum sem hér er gert ráð fyrir — og hann er að gagnrýna:
(3) Fró.ni, snjó.inn, ljó.mi og stó.la
Hér er áherslusérhljóðið það sama í öllum tilvikum en upphafssam-
hljóðið í áherslulausa atkvæðinu er mismunandi, þ.e. -n-, ekkert, -,n'
og Það sem skiptir máli í sambandi við rímið virðist þá vera ser-
hljóð áhersluatkvæðisins og upphafssamhljóð áherslulausa atkvæðiS'
ins. Ef þetta væri rétt mætti lýsa innrími svo:
(4) Minnsta sameiginleg eining tveggja rímorða í innrími er atkvæði
án allra upphafssamhljóða að viðbættu upphafssamhljóði n#sta
atkvæðis. Þetta upphafssamhljóð getur um leið verið lokasam'
hljóð rímorðsins, þ.e. farið næst á undan orðaskilum (sbr. só.l og)-
Þannig ríma saman orðin vara og kar vegna þess að þau innihald2
bæði rímeininguna a.r. Sé litið á atkvæðaskiptinguna í (1) hér á m1^