Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 224
222 Þorgeir Sigurðsson
farandi dæmum um skothendingar sem sótt eru til umijöllunar Kristjáns
(1987:47):
(8) a. Þrá muna oss um ævi (Kormákur Ögmundarson, lausavísa 2,7)
b. Hq þótti mér hlæja (Sighvatur, lausavísa 21,1)
Hér ríma saman orðin þrá og œvi annars vegar og hins vegar hg og
hlœja. Eftirfarandi dæmi má einnig taka um aðalhendingar (Kristjan
Ámason 1987:47):
(9) a. Ey vébrautar heyja (Þorbjöm homklofí, Glymdrápa 1,3)
b. geirþey á Skáneyju (Hallfreður, Ólafsdrápa I 4,8)
Hér ríma saman ey og heyja annars vegar og hins vegar þey og e)]lL
Kristján Ámason hefur túlkað þessi líkindi sem vísbendingu um að
rím dróttkvæða sé sprottið úr innlendum stuðlakveðskap og sé þvl
ekki innflutt, en komið hafa fram hugmyndur um að rím dróttkvæða
ætti sér írska fyrirmynd (sbr. Kristján Ámason 1981).
Líkindum sérhljóðastuðlunar með ríminu í ofangreindum vísorð-
um má lýsa þannig að í þessu rími sé enginn rímstuðull á sama hátt og
að í sérhljóðastuðluninni sé enginn samhljóðastuðull framan við ser-
hljóð. Atkvæðaskilin verða þá á þessa leið:
(10) ey.ja : þey. æ.vi : þrá.4
Kristján Ámason (1991:105) hefur bent á aðra samsvörun með
stuðlum og rími dróttkvæða. Það er hvemig farið er með klasana st, sp
og sk annars vegar og klasa eins og sj, sr, sm, sn og sl hins vegar. Sem
kunnugt er stuðla ekki saman orð eins og sama og stór en hins vegar
stuðla saman orðin sál og sjór. Þetta á sér þá hliðstæðu að í dróttkvæð'
um ríma ekki saman orðin ásta og rísum en hins vegar ríma sama11
orðin Esja og rísum. Þetta er hægt að skýra með því að vísa til hug
taksins rímstuðull og atkvæðaskiptingar af því tagi sem hér er stung
ið upp á. Lítum á (11), þar sem atkvæðaskipting er sýnd og rímeimng
ar auðkenndar með feitu letri eins og áður:
4 Athuga ber að j í orðinu eyja er væntanlega hálfsérhljóð (e. glide, semivoweh cíl
ekki samhljóð og v í orðinu œvi er sömuleiðis hálfsérhljóð, sbr. að j og v stuðla gJar
á móti sérhljóðum í elsta kveðskap.