Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 233
231
Um nafngiftir hjálparsagnasambanda
baki málfræðiformdeildinni tala í tungumálum heimsins og í ís-
lensku endurspeglar formdeildin fyrri skiptinguna, þ.e. skipting-
una í ‘einn’ og ‘fleiri en einn’ (sbr. hundur- hundar, góður- góð-
ir o.s.frv.). I íslenskum orðaforða eru hins vegar ýmis orð sem
vísa í tvennt af einhverju, t.d. par, tvennd, báðir þótt talan tveir
gegni ekki lengur neinu sérstöku hlutverki í málfræðikerfinu.1
Eins má hugsa sér að skipta merkingarlega hugtakinu tími niður
á ýmsa vegu, t.d. í ‘liðinn tími’ og ‘óliðinn tími’ eða þá ‘liðinn
tími’, ‘líðandi tími’ og ‘ókominn tími’ — nú eða jafnvel í ‘löngu
liðinn tími’, ‘nýliðinn tími’, ‘líðandi tími’, ‘nálægur ókominn
tími’, ‘fjarlægur ókominn tími’. Það er svo málfræðiformdeildin
tíð sem vísar endurspeglar einhverja skiptingu af þessu tagi og í
íslensku má t.d. færa rök að því að skiptingin í nútíð og þátíð
samsvari tvískiptingu tímans í óliðinn tíma og liðinn (sjá nánar í
kafla 3.1 hér á eftir). Hugtökin tala og tíð eru þá málfræðiform-
deildir en hugtökin fjöldi og tími eru þau merkingarlegu eða
heimspekilegu hugtök sem málfræðiformdeildimar tengjast.
f- Einnig er nauðsynlegt er að gera greinarmun á formlegri tján-
ingu eða birtingu málfræðiformdeiida og merkingu orð-
anna sjálfra. Þannig er hefur orðið fjöldi í íslensku greinilega
eintöluform (veikt karlkynsorð sem beygist eins og hani) þótt
merkingin sé auðvitað ekki ‘eitt stykki’ af einhverju. Aftur á
móti er orðið skæri fleirtöluorð þótt vel megi nota það um ‘eitt
stykki’. Það beygist eins og orðið kvæði í fleirtölu og tekur með
sér fleirtöluform af þeim orðum sem laga sig að því: góð skæri
eru dýrmœt (sbr. góð kvæði eru dýrmœt en hins vegar gott
kvæði er dýrmætt). Enn má nefna að par merkir tvennt af ein-
hverju en formið par er þó eintöluform en formið pör fleirtala
(unga parið kom seint, ungu pörin komu seint ...).
Urri fomíslensku var gerður greinarmunur á eintölu, tvítölu og fleirtölu í fomöfn-
^rstu °g annarrar persónu: ég (et.) - við (tvít.) - vér (ft.); þú (et.) - þið (tvít.) -
f Nú hafa formin við og þið venjulegt fleirtöluhlutverk en vér og þér hafa
]e ar*nað hlutverk, að svo miklu leyti sem þau em enn notuð. Þessi þróun er ítar-
niájist rakin hjá Helga Guðmundssyni (1972), með nokkmm samanburði við önnur