Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 236
234
Höskuldur Þráinsson
Hér er þó greinilega um nútíðarmyndir sagnanna að ræða, eins og sýnt
er innan sviganna, en þátíð gæti líka gengið hér þótt hún hafi dálítið
annað stílgildi:
(4) Að loknum morgunverði gekk(þt.) hann fyrir konung og
sagði(þt.) honum allt af létta.
í þriðja lagi finnst mönnum stundum að sú heimsmynd sem felst í
greiningu þeirra á umheiminum í flokka og deildir eigi að endurspegl'
ast í málfræðiformdeildunum. Þannig finnst mörgum að þrískipting
tímans í liðinn tíma, nútíma og ókominn tíma sé svo sjálfsögð að
tungumál hljóti að nýta sér hana með því að hafa samsvarandi þrí'
skiptingu á formdeildinni tíð, þ.e. skiptingu í þátíð, nútíð og framtíð-
Sú staðreynd að slíka þrískiptingu formdeildarinnar tíð má finna í
ýmsum tungumálum ýtir undir þessa tilfinningu. Eins og við munuffl
sjá í kafla 3.1 er þetta þó engin nauðsyn, enda munu vera til ýnhs
tungumál þar sem málfræðiformdeildin tíð kemur alls ekkert við sögu-
Það merkir hins vegar alls ekki að þeir sem tala þau tungumál geti
ekki talað um það sem er liðið eða ókomið án þess að rugla því sam-
an við það sem er að gerast á líðandi stund.
I fjórða lagi hættir mönnum stundum til að rugla saman reglulegri
orðmyndun og beygingu sem tjáir tiltekna málfræðiformdeild. Þetta
gerist auðvitað helst ef orðmyndunin tengist einhverju merkingarsviði
sem kemur við sögu í skilgreiningu á einhverri málfræðiformdeild. Is'
lenskt dæmi um þetta gætu verið sagnir sem eru myndaðar með við-
skeytinu -na, gjama af lýsingarorðum:
(5) blána, fölna, grána, hitna, hvítna, kólna, roðna, sortna
Þessar sagnir eru stundum kallaðar byrjunarsagnir af því að þ®1’
tákna oft byrjun á einhverju ástandi (eða breytingu á því). Og af þvl
að stundum er talað um byrjunarhorf í umræðu um málfræðifortH'
deildina horf (e. aspect) í öðrum tungumálum, þ.e. þá sem tiltekna
undirdeild málfræðiformdeildarinnar horf til aðgreiningar frá loknu
horfi og óloknu til dæmis, gætu menn freistast til að segja að í íslensku
væri málfræðiformdeildin byrjunarhorf tjáð með viðskeytinu -na.
er þó greinilega á misskilningi byggt því hér er ekki um að ræða að'