Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 237
Um nafiigiftir hjálparsagnasambanda
235
greiningu ólíkra forma sama orðs. Viðskeytið -na er m.ö.o. ekki not-
að til þess að auðkenna sérstakt form tiltekinnar sagnar, líkt og -um er
notað til að greina l.p.ft. frá öðrum sagnmyndum til dæmis (ég ber-
við berum, ég get - við getum, ég hita - við hitum o. s. frv.). Þetta við-
skeyti er notað til þess að mynda sagnir af tilteknum stofni eða rót, oft
rót sem einnig má finna í lýsingarorðum (sbr. lýsingarorðin blár, föl-
ur, grár ... og sagnimar í (5)).3 Hér er m.ö.o. um orðmyndunarvið-
skeyti að ræða og ekki tjáningu sérstakrar málfræðiformdeildar. Þar
gildir einu þótt sagnimar sem myndaðar em með þessu viðskeyti hafi
sameiginlega merkingarþætti eins og áður er lýst. Því mætti aftur á
nióti lýsa með því að segja að þær vísuðu til sömu verknaðargerðar, en
Jón Axel Harðarson hefur lýst því hugtaki svo (2000:134):
(6) Með málfræðiorðinu verknaðargerð, sem er þýðing á þýzka orð-
inu Aktionsart, er í stuttu máli sagt átt við ákveðin einkenni verkn-
aðar óháð textasamhengi eða skoðun talanda. Þessi einkenni
verknaðar em innbyggð í merkingu viðkomandi sagnar. Verknað-
argerð er því orðfræðileg, þ.e. lexíkölsk, í eðli sínu.
Síðan telur Jón upp ýmsar verknaðargerðir í þessum skilningi og sagn-
ir sem geta vísað til þeirra, líkt og gert er í (7) (hér er að hluta til stuðst
við dæmi Jóns Axels á tilvitnuðum stað en eftirfarandi dæmi em þó
ekki öll frá honum og hans dæmi em ekki heldur öll tekin með):
(7) augnablikssagnir (e. punctual, t. d. stinga, detta, finna), dvalar-
sagnir (e. durative, t.d. skoða, leita, spinna), ástandssagnir (e.
stative, t.d. sitja, sofa, vita, búa), breytingarsagnir (breyting á
ástandi, e. change ofstate, t.d. blána, grána, roðna)
^essi dæmi ættu að nægja til að sýna hvað átt er við þótt oft sé gert ráð
fyrir fleiri verknaðargerðum en þessum sem hér vom taldar. Hér skipt-
lr mestu máli að átta sig á því að samkvæmt skilgreiningu er hér ekki
UlT! að ræða málfræðiformdeild, þ.e. regluleg tilbrigði í formi sama
°rðs (eða sýnd með málfræðilegum hjálparorðum), heldur flokkun
3 r~' •
Einnig má finna dæmi þess að sama rót sé í sögnum með og án -na, sbr. lifa -
hfna, sofa - sofna, en það er þó ekki algengt (sjá Eirík Rögnvaldsson 1990:58).