Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 257
255
Um karla og karlynjur
í tungumálum sem greina á milli karlkyns og kvenkyns samsvarar
málfræðilegt kyn orða er tákna lifandi verur yfirleitt líffræðilegu kyni
þeirra; hins vegar er mjög mismunandi, hvert málfræðilegt kyn orða
er sem tákna hluti eða hugtök. Þegar málfræðilegt kyn orðs sem tákn-
ar lifandi veru er ekki í samræmi við líffræðilegt kyn hennar, kemur
fram viss togstreita á milli þessara ólíku kynja. í frönsku er t. d. orðið
professeur ‘kennari’ karlkyns, en getur jafnt verið notað um konu sem
karlmann. Kyn þess ákvarðar setningafræðilega samsvörun lýsingar-
°rðs eða fomafns sem stendur með því eða vísar til þess, óháð því,
hvort það er notað um karlmann eða kvenmann. Dæmi um þetta væri
setning eins og:
(f) Le nouveau professeur est beau.
‘Nýi kennarinn er sætur.’
kegar þessi setning á við konu, er ekki hægt að breyta lýsingarorðssagn-
fyllingunni og nota kvenkynsmyndina belle í stað karlkynsmyndarinn-
ar beau. Hér er því togstreita á milli líffræðilegs og málfræðilegs kyns.
f'etta vandamál er reyndar hægt að leysa með setningu sem þessari:4
(2) Elle est belle, le nouveau professeur.
‘Hún er sæt, nýi kennarinn.’
Eins og sjá má af þýðingum setninganna í (1) og (2) á íslenzka við
Sarns konar vandamál að glíma. Ástæðan fyrir umræddri togstreitu er
sú að innan nafnliðar er málfræðilegt kyn ríkjandi.
í sumum málum hafa hljóðkerfis- og beygingarlegar breytingar
Valdið mikilli röskun á kynjakerfinu. í dönsku og sænsku féllu karl-
kyn og kvenkyn saman í samkyn, sem stendur andspænis hvorugkyni.
(rómönsku málunum féll hvorugkyn saman við karlkyn, sem myndar
andstæðu við kvenkyn. í ensku er kyn ekki lengur til sem málfræðileg
formdeild.5 Þær hljóðkerfis- og beygingarlegu breytingar sem áttu sér
4 Sbr. Lyons 1968: 286, en þaðan er setningin fengin að láni.
I ensku takmarkast kyn við eintölu 3. persónu fomafnsins, sem er staðgengt
'atiafórískt) í eðli sínu, þ.e.a.s. það vísar til og stendur fyrir nafnorð sem áður hafði
Verið notað í sama textasamhengi. Það fer yfirleitt eftir líffræðilcgu kyni þess nafn-
01 ðs sem fomafnið stendur fyrir, hvort he (kk.) eða she (kvk.) er notað; it er notað, þar
Serr> líffræðilegt kyn er ekki til staðar eða skiptir ekki máli.