Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 259
257
Um karla og karlynjur
Um beygingu karlkyns- og kvenkynsorða í slíkum andstæðupörum,
en einnig almennt, er það að segja að þau fylgja yfírleitt ólíkum beyg-
ingarmynstrum sem einkenna hvort kynið um sig. Þannig beygjast
t-d. karlanöfnin Hannes og Jóel og kvennanöfnin Agnes og Bóel með
ólíkum hætti, þrátt fyrir að nefnifallsmyndir þeirra séu mjög svipað-
ar.6 Einnig er beyging nafnsins Blœr mismunandi, allt eftir því hvort
það er notað sem karlmanns- og kvenmannsnafn. Karlmannsnafnið
Blcer beygist sem nafnorðin blær ‘andvari, gola’ og blær ‘litur, yfir-
bragð’ (-, -, -s/-jar). Hins vegar koma nokkur beygingarmynstur til
greina fyrir kvenmannsnafnið Blær, og eru þau öll frábrugðin beyg-
ingarmynstri karlmannsnafnsins.7 f þessu samhengi vek ég athygli á
kvenmannsnafninu Líf. Enda þótt menn tengi það vissulega við hvor-
Ugkynsorðið líf ‘það að lifa’,8 beygist það sem kvenmannsnafnið Hlff
(-, -, -ar).9 10 Þetta sýnir, að þegar karlkyns- eða hvorugkynsorð eru not-
uð sem kvennanöfn, fá þau nýja beygingu, þ.e. kvenkynsbeygingu.
Undantekningar frá þeirri reglu að karlkyns- og kvenkynsorð fylgi
úlíkum beygingarmynstrum eru karlanöfn eins og Sturla10 og frænd-
semiorð sem beygjast eins og faðir og móðir (um þau síðarnefndu sjá
3-1).
Mjög oft ákvarðast kyn nafnorða í íslenzku af formi nefnifalls ein-
tölu. Dæmi um þetta eru sýnd í (4) (hér er sjálf beygingarending nefni-
fallsins ekki greind frá orðmyndunarviðskeytinu þótt það sé oft hægt,
sbr. -dóm-ur):
6 Agnes beygist sem Vigdís (-/', -/', -ar) og Bóel sem Rakel (-, -, -ar). — Um beyg-
ingu kvennanafna eins og Agnes sjá Margréti Jónsdóttur 1997-98: 230-231.
7 Nánara um þetta hjá Margréti Jónsdóttur 2001.
8 Það má vera að einhver hugrenningartengsl séu á milli íslenzka nafnsins Líf og
skandínavíska nafnsins Liv (sem samsvarar Hlíf á íslenzku).
Reyndar kemur Líf fyrir sem nafn á goðsögulegum kvenmanni er lifði af ragna-
^ (sbr. Vafþrúðnismál 45,1 og Gylfaginningu, 53. kap.). Er þar um persónugervingu
i'fsins að ræða.
10 Samkvæmt þjóðskrá er Sturla eina íslenzka (eða norræna) nafnið af þessari
§Crð sem nú er í notkun. Þar sem ósamræmi er á milli beygingar þess og kyns, rugl-
ast menn stundum á kyninu. Lýsir það sér þannig, að lýsingarorðssagnfylling sem vís-
ar til þess getur verið í kvenkyni.