Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Qupperneq 260
258
Jón Axel Harðarson
(4) a. Karlkyns eru orð sem enda á -angur (árangur, farangur, leið-
angur), -ari (bakari, kennari, rakari), -dómur (guðdóinW,
manndómur, sjúkdómur), -ill (biðill, ketill, spegill), -ingi if°r'
ingi, jafningi, kunningi), -inn (arinn, drottinn, himinn), -(l)inS'
ur (dýrlingur, kettlingur, spekingur), -ir (endir, hirðir, lceknir),
-leiki (fáránleiki, kœrleiki, skyldleiki), -naður (dugnaður, lifi:'
aður, trúnaður), -skapur (drengskapur, hjúskapur, vinskapur),
-uður (frömuður, hugsuður, könnuður), -ull (böggull, jökull
söðull), -ungur (griðungur, konungur, öldungur), -verji (Rom-
verji, skipverji, Víkverji).
b. Kvenkyns eru orð sem enda á -átta (árátta, barátta, kunnátta),
-(n)ing (drottning, líking, setning), -ja (brynja, gyðja, styrja), -k°
(harka, Ijóska, stúlka), -la (kringla, skófla, ugla), -na (auðna,
loðna, skepna), -neskja (flatneskja, harðneskja, vitneskja), -&a
(bemska, dirfska, tízka), -sla (greiðsla, neyzla, skýrsla), 'l,n
(köllun, hugsun, löngun), -und (hörund, tegund, vitund), 'unS
(djörfung, launung, nýjung), -usta (hollusta, unnusta, þjónusta)-
c. Hvorugkyns eru orð sem enda á -ald (folald, gímald, kafald),
-elsi (bakkelsi, fangelsi, reykelsi), -erni (faðerni, líferni, a?tt-
erni), -ildi (fiðrildi, rifrildi, þykkildi), -indi (fríðindi, sannindi,
vísindi), -sl(i) (beizli, smyrsl, skrímsl/skrímsli).
Þá má í mörgum tilvikum ákvarða kyn nafnorða út frá orðhlutahljóð'
kerfislegum (morfófónemískum) þáttum. Hér er átt við samspil orð-
hlutafræði (orðmyndunar- og beygingarfræði) og hljóðkerfisfrasði.
Dæmi um þetta eru sýnd í (5):
11 Morfófónemík (eða morfónólógía) hefur á íslenzku verið kölluð hljóðbeyg,nS
(eða hljóðbeygingaifrœði). Það heiti er ekki nógu gott. í fyrsta lagi er samsetningaj
liðum hins erlenda orðs snúið við í þýðingunni. í öðru lagi er grunneining mo
fónemíkur hið svokallaða morfófónem. T.d. er morfófónemið í beygingardærm or
ins vöndur /ö ~ e - a/. Það er því eðlilegast að nota eftirfarandi heiti fyrir erlendu o
in morfófónem og morfófónemík: orðhluta-/orðmyndunar-/beygingarfónein l
-hljóðan) og orðhluta-/orðmyndunar-/beygingarhIjóðkerfisfrœði (allt eftir þvi, ^
við á hverju sinni). — Allmörg rit um ýmis vandamál orðhlutahljóðkerfisfræði c ^
nefnd hjá Szemercnyi 1990: 74—75. Um samspil beygingar- og hljóðkerfisfrs 1
íslenzku með sérstöku tilliti til M-hljóðvarps sjá Kristján Ámason 1985.