Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 262
260
Jón Axel Harðarson
karlkynsorð frh.
grís
þegn
kvenkynsorð frh,
flís
hvorugkynsorð frh.
hlíf
skxá
trú
tunga
hrís
regn
líf
strá
bú
lunga
reytur (ft.)
iður (ft.)
Þetta ástand hefur í för með sér að kyn sumra nafnorða er á reiki, sbr.
vœttur kvk.(/kk.), teiti kvk.(/hk.), hrynjandi kvk.(/kk.), skúr ‘regn-
demba’ kvk. (/kk.). — Engu að síður er kyn hér formlegur þáttur,
vegna þess að það birtist í ólíkri beygingu, sem einkennir kynið, og i
ólíkri samsvörun lýsingarorða og fomafna.
Eins og kunnugt er getur kyn nafnorða verið alltilviljunarkennt. 1
íslenzku er t. d. orðið kennari karlkyns, hetja kvenkyns og skáld hvor-
ugkyns. Þessi orð er vissulega hægt að nota jafnt um konur sem karla-
Þrátt fyrir það gætir ákveðins „kynjamisréttis" í notkun þeirra. Þegar
þau tákna karlmenn, veldur málfræðilegt kyn þeirra engum erfíðleik-
um. Séu þau hins vegar notuð um konur, er kynmörkun þeirra ekki
ávallt nógu skýr. Af þeim sökum er gripið til orðanna kennslukona,
kvenhetja og skáldkona, þegar undirstrika þarf að um konu sé að ræða.
Á hinn bóginn er engin þörf á að mynda orð eins og *karlkennarh
*karlhetja eða *skáldmaður, þegar um karla er að ræða. Stafar þetta
af því að í íslenzku er kvenkyn markað gagnvart karlkyni.14 Mörkuð
staða kvenkyns andspænis karlkyni birtist einnig í því að ekki er hæg1
að nota það, þegar vísað er til fólks almennt. Hér verður að nota karl-
kyn. f upphafi kennslustundar er t.d. eðlilegt að spyrja Eru allir mcrtt-
14 í íslenzku er kvenkyn markaðast af kynjunum þremur (sbr. Eirík Rögnvaldsson
1990:63). — Stundum kemur reyndar fyrir að kvenkynsorð sem notuð eru bæði um
konur og karla geta í ákveðnu textasamhengi frekar höfðað til kvenna en karla. Þetta
á t.d. við um orðið manneskja. Hugsum okkur frásögn af samtali sögumanns
konu, sem lét eitthvað hneykslisvert út úr sér. í slíkri frásögn gæti sögumaður sko
inn eftirfarandi spumingu: Og hvað heldurðu að manneskjan hafi sagt við mig■ ^cr
væri orðið manneskja miklu síður notað um karlmann.