Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 263
Um karla og karlynjur
261
ir? þó að átt sé við blandaðan hóp, en Eru allar mættar? er aðeins
sagt, er eintómar konur eru í hópnum.
í 1. kafla var stuttlega minnzt á þá togstreitu sem getur orðið, er
málfræðilegt kyn orðs er ekki í samræmi við líffræðilegt kyn þess. I
íslenzku höfum við mörg dæmi um þetta. Á það jafnt við um karlkyns-
orð notuð um konur, kvenkynsorðs notuð um karla og hvorugkynsorð
notuð um konur og/eða karla. Ástæðan fyrir þessari togstreitu, sem
fram kemur í setningafræðilegri samsvörun, er eins og áður greinir sú
að nafnorð ákvarða kyn lýsingarorða og fomafna, þ.e. innan nafnlið-
ar ríkir hið málfræðilega kyn.
í þessu samhengi má benda á sérstöðu íslenzku við úrlausn þess
setningafræðilega vandamáls er upp kemur, þegar fomafn eða lýsing-
arorð í fleirtölu vísar til bæði karl- og kvenvera. í slíkum tilvikum fara
flest mál þannig að, að þau velja karlkynið, sbr. eftirfarandi setningu
úr Lúkasarguðspjalli (1,6) á grísku, latínu, ítölsku og pólsku:
(7) a. esan dé [Zakharías kai Elisábet] díkaioi amphóteroi enöpion tou
theou (gr.)
b. erant autem [Zaccharias et Elisabeth] iusti ambo ante Deum
dat.)
c. Erano giusti [Zaccaria e Elisabetta] davanti a Dio (ít.)
d. Oboje [Zacharjasz i Elzbieta] byli sprawiedliwi wobec Boga
(pól.)
‘Vom þau [Sakarías og Elísabet] bæði réttlát fyrir Guði’
í íslenzku er hins vegar hvorki notað karlkyn né kvenkyn, heldur
hvorugkyn. Þessi aðferð, sem kann að líkjast nútímalegri lausn á mál-
fræðilegu kynjamisrétti, er í raun gömul og engan veginn sprottin úr
hugmyndum um jafnrétti kynjanna. Hún einkenndi fomgermönsk
mál, en íslenzka hefur ein varðveitt hana til þessa dags.15
Þetta stutta yfirlit yfir kynjakerfi íslenzks máls sýnir að ríkjandi
þættir þess em formlegs eðlis. Þessa þætti er aðeins hægt að skýra inn-
15 Umrædd aðferð á að mínu mati uppruna sinn í setningafræðilegri samsvörun
f°rnafna og lýsingarorða er vísuðu til ákveðinnar gerðar safnheita sem hvorugkyn
Ú^irtölu í indóevrópsku er komið af. (Um þetta mun ég fjalla nánar á öðrum stað.)