Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Síða 265
Um karla og karlynjur
263
ar;17 hin er ómörkuð og skilgreind með tvennum hætti: annars vegar
er þar um frumlag ástandssagnar að ræða, hins vegar um mark verkn-
aðar, þ. e. þolanda, áhrifssagnar. í markaðri stöðu voru nafnorð í fall-
mynd sem á latínu hefur verið nefnd casus ergativus eða activus.l&
Einkenni þessarar fallmyndar var endingin -,v. í ómarkaðri stöðu voru
þau í fallmynd sem kallast casus indefinitus. Þessi fallmynd var end-
ingarlaus. Á meðan nafnorð sem táknuðu verknaðarhæfar lifandi ver-
ur gátu verið bæði í markaðri og ómarkaðri stöðu, voru nafnorð sem
táknuðu hluti eða hugtök bundin við ómarkaða stöðu. Þetta er skýring
þess, hvers vegna hvorugkynsorð (burtséð frá analógísku endingunni
•tn í o-stofnum) héldust ómörkuð og greina ekki á milli nefnifalls og
þolfalls. Þetta ástand varir enn í indóevrópsku dótturmálunum.
Eftirtaldar breytingar urðu síðar á því kerfi sem hér hefur verið
lýst: Markaða staðan, casus ergativus eða activus, varð að nefnifalli
samkynsorða, ómarkaða staðan, casus indefinitus, varð ýmist að þol-
falli eða nefnifalli; hið fyrra (þ.e. breyting í þolfall) átti við mark
verknaðar, þ.e. þolanda, hið síðara (þ.e. breyting í nefnifall) átti við
frumlag ástandssagna. Hjá nafnorðum sem táknuðu lifandi verur og
Urðu að samkynsorðum hafði breyting casus ergativi eða activi í
Uefnifall tvær afleiðingar: sú fyrri var að í stað casus indefiniti í
frumlagsstöðu með ástandssögnum kom hið markaða nefnifall; sú
síðari var þróun nýrrar þolfallsmyndar. Ég er ásamt fleirum þeirrar
skoðunar að form þessa nýja þolfalls eigi rætur sínar að rekja til falls
Sem kallað hefur verið allativus, en það táknaði mark. Þetta fall
hafði endinguna -m. Dreifing þessarar þolfallsendingar var í sam-
r®mi við dreifingu nefnifallsendingarinnar -s, þ.e.a.s. þolfallsend-
Verknaðargerð sagna er ýmist „dýnamísk" eða „statífþ.e.a.s. hún felur ýmist
1 ser að eitthvað gerist eða að um ástand (án breytingar) sé að ræða. Dæmi um dýnam-
lska verknaðargerð: elta (áhrifssögn), hlaupa (áhrifslaus sögn); dæmi um statífa verkn-
aðargerð: liggja.
Notkun þessara heita er yfirleitt háð því, hvort menn gera ráð fyrir að indóevr-
óPska hafi á eldra málstigi verið „ergatíft" eða „aktíft" mál. Þessi spuming skiptir hér
'Uu máli, þar eð umrædd mörkun er skilyrt með sama hætti í báðum tilvikum (sjá Jón
^Xc! Harðarson 1987:74—77). Um ergatífa og/eða aktífa málgerð fjalla t.d. Vaillant
936. Martinet 1962:149-154, Klimov 1974 og Schmidt 1977.