Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 267
Um karla og karlynjur
265
niyndun höfum við reyndar einnig í keltnesku og messapísku.20 Hér
hefur það gerzt að viðkomandi mynd hefur þróað eignarmerkingu og
seinna verið skynjuð sem eignarfall. Eftir að viðskeytið *-ih2-/-iah2-
hafði fengið það hlutverk að mynda kvenkynsorð af karlkenndum
nafnorðum, var notkunarsvið þess víkkað út, svo að það tæki einnig til
lýsingarorða. Að endingu var það notað til að mynda kvenkyn af öll-
um lýsingarorðum öðrum en o-stofnum, sbr. t.d. find. svádús kk. ‘sæt-
nr’: svádví- kvk., mst. svadiyas- kk. ‘sætari’ : svádiyasi- kvk.
Kvenkynsorð sem mynduð eru með viðskeytinu *-ah2- eru orðin til
á annan hátt. Þau eiga sennilega uppruna sinn í lýsingarorðum, nánar
tiltekið í óhlutstæðum nafnorðum leiddum af lýsingarorðum. Af lýs-
ingarorðum eins og *dnsrós ‘vitur’ og *léubhos ‘kær’ voru leidd nafn-
°rðin *dnsráh2 ‘vitra’, *leubháh2 ‘kærleiki’. Þau mátti nota sem sagn-
fyllingu er vísaði til kvenkynsorða í frumlagsstöðu. Dæmi:
(10) *régih2 leubháh0 (h^est) ‘drottningin er kærleiki’
har sem bakstöðuhljóð beggja orðmynda var það sama (þ.e. h2), gat
sagnfyllingin verið endurskilgreind sem setningafræðileg samsvörunar-
uiynd frumlags og þar með sem kvenkynsmynd lýsingarorðsins. Seinna
Urðu slíkar myndir að reglulegum kvenkynsmyndum o-stofna lýsingar-
°rða, sbr. lat. longus ‘langur’, kvk. longa. Loks færðist þessi kvenkyns-
tttyndun einnig yfir á nafnorð, sbr. lat. equus ‘hestur’ og equa ‘meri’.
Eins og fram hefur komið þróaðist kvenkyn úr hvorugkyni. Það
s^m olli því að þessi tvö kyn greindust í sundur var að orð sem mynd-
uð voru með umræddum viðskeytum og táknuðu kvenverur löguðu sig
að miklu leyti að beygingu samkynsorða. Þau tóku upp endinguna -m
1 þolfalli eintölu svo og fleirtölubeygingu, en hvorugkynsorð mynd-
uðu upphaflega enga fleirtölu, heldur var sérstök safnheitamyndun
notuð í stað hennar.21 í kjölfar þessarar þróunar tóku öll orð sem höfðu
sömu viðskeyti og áðumefnd kvenkynsorð upp beygingu þeirra, hver
2q
Messapíska er indóevrópskt mál sem leifar hafa verðveizt af á rúmlega 300
aletrunum frá suðausturhluta Ítalíu. Þessar áletranir eru frá því um 500 til 1. aldar f. Kr.
Seinna fengu safnheiti sem gegndu hlutverki fleirtölu einnig fleirtöluendingar,
en þó ekki í nefnifalli og þolfalli.