Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 268
266
Jón Axel Harðarson
svo sem merking þeirra var — þó með einni undantekningu: Ef við-
komandi myndun var safnheiti sem stóð andspænis grunnorði í ein-
tölu, breyttist hún ekki úr hvorugkyni í kvenkyn.
Hér með var hið málfræðilega kvenkyn komið til sögunnar; hið
upprunalega tvískipta kynjakerfi indóevrópsku hafði breytzt í þrískip1
kerfi, þar sem greint var á milli karlkyns, kvenkyns og hvorugkyns-
Flest fomindóevrópsk mál hafa varðveitt þetta kerfi.
Lítum nú til íslenzku.
3.3 Kvenkynsviðskeyti í íslenzku
í íslenzku endurspeglast báðar kvenkynsmyndanir sem hér hefur verið
rætt um. Viðskeytið *-ih2-/-iah2-, sem í germönsku varð að *-í-/-J°'>
kemur t. d. fyrir í eftirtöldum nafnorðum:
23 /
(11) meri físl. merr, ef. merar < fm. *marxi+R,22 *mar%ijóR
frg. *marx-i, *marx-ijö-z (: kk. *marxa-, sbr.
marr),
ylgur físl. ylgr, ef. ylgjar < fm. *wulgi+R, *wulgijöR <
*wulg(w)-i, *wulg(w)-ijö-z (: kk. *wulfa-, sbr. físl. ulfr),
mær ef. meyjar < frn. *mawi+R, *mawjöR < frg. *ma(g)w~l’
*ma(g)w-jö-z (: kk. *magu-, sbr. ffsl. mggr),
Gerður físl. Gerðr, ef. Gerðar < fm. *Gardi+R, *GardijóR <
frg. *gard-i, *gard-ijö-z (: kk. *garda-, sbr. físl. Garði')>
einnig algengt í samsettum orðum, sbr. Valgerður: Vd'
garður o. fl.
ermi físl. ermr, ef. ermar < fm. *armi+R, *armijöR <
*arm-i, *arm-ijð-z (: kk. *arma-, sbr. físl. armr).
22 í frumnorrænu hafa ý'ö-stofnar fengið endinguna -R í nefnifalli eintölu f
áhrif frá kvenkenndum í-stofnum eins og *brúdiR (físl. brúðr, nísl. brúður). Urn ij°
stofna er ýmsan fróðleik að finna hjá Guðrúnu Þórhallsdóltur 1997.
23 Á eftir löngu atkvæði kemur viðskeytið -jð- fram sem -ijö-, þ.e.a.s. hálfsef
hljóðið j [i] verður að i, sem tengt er við ð með skriðhljóði. Það sama gildir reyn
um viðskeytið -ja-. Þetta er nefnt Sieverslögmál (kennl við þýzka málfræðinginn &
ard Sievers).
24 Hér er litið fram hjá vandamálum er tengjast þróun indóevrópskra gómhlj0
með kringingu í germönsku.