Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 269
267
Um karla og karlynjur
Viðskeytið *-ah2-, sem í germönsku varð að *-<?-, kemur fyrir bæði í
nafnorðum og lýsingarorðum (reyndar einnig í töluorðum og fomöfn-
um). Nafnorð sem þetta viðskeyti hafa em t.d. drottning, laug og rún
svo og kvenmannsnöfnin Björg (-björg, sbr. Þorbjörg o.fl.), Gunnlaug
°g Olöf, sem samsvara karlmannsnöfnunum Bergur (-bergur, sbr.
borbergur), Gunnlaugur og Ólafur. í lýsingarorðum er viðskeytið
notað til að mynda hið óákveðna eða sterka kvenkyn, sbr. t. d. kven-
kynsmyndina spök af spakur, en hún er orðin til úr fm. *spaku, sem
hafði þróazt úr frg. *spak-ö.
I sumum orðmyndum og formdeildum vora germönsku viðskeytin
-o- 0g -l- aukin um nefhljóðið n. Við það urðu til viðskeytin -ön- og
dn-. I kerfi lýsingarorða em þau notuð til að mynda hið ákveðna eða
veika kvenkyn: -ön- er haft í fmmstigi og efstastigi, -in- í miðstigi,
sbr. ffsl. fst. spaka : mst. spakari: est. spakasta. Bent skal á að í nafn-
°rðakerfinu breyttust ö-stofnar sem táknuðu lifandi verur yfirleitt í ön-
stofna. Þetta skýrir, hvers vegna t.d. orðið kona er ön-stofn í germ-
önsku, en a-stofn í find. gná-, fslav. zena o. s. frv.
Ekki verður rætt frekar um viðskeytin -ön- og -in- hér. Þess í
stað skal stutt grein gerð fyrir íslenzka kvenkynsviðskeytinu -ynja,
sem notað er í orðunum apynja, ásynja, Ijónynja, úlfynja, vargynja
o.fl.
Viðskeytið -ynja á rætur að rekja til germanska viðskeytisins
*-unjö-, sem aukið var um nefhljóðið n. Það samsvarar þýzka kven-
bynsviðskeytinu -in, sem aldrei hefur verið jafnfrjótt og einmitt nú á
öögum (ég vík að því aftur í næsta kafla). í fmmgermönsku vom til
kvenkynsorð sem enduðu á *-ini í nefnifalli eintölu og *-unjöz í eign-
^tfalli eintölu. Viðskeytið birtist hér í ólíkum hljóðskiptamyndum. í
raun er það samsett: annars vegar úr *-in-/-un-, hins vegar úr *-i-/-jö-. í
iorsögu þýzku var *-in-, í norrænu *-un- alhæft. Samsvarandi við-
skeyti kemur t.d. einnig fyrir í gr. pótnia og find. pátni-, sem merkja
húsfreyja, eiginkona’.
Nú hefur forsögu kvenkyns í íslenzku verið lýst. Snúum okkur aft-
Ur að hinu samtímalega ástandi.