Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 270
268
Jón Axel Harðarson
4. Vandamál við myndun kvenkynsorða andspænis karlkynsorð-
um, einkum í starfsheitum
Hér að ofan hafa verið sýnd allmörg dæmi þess að kvenkynsmyndir
séu leiddar af karlkynsmyndum með ákveðnum viðskeytum. A þetta
jafnt við um nafnorð (samnöfn og sémöfn) sem lýsingarorð og
fomöfn. í nútíðarmáli em hin upprunalegu viðskeyti auðvitað ekki
lengur sýnileg; þar birtist formlegur munur kynjanna í ólíkri beyg'
ingu. Ekki verður þetta rætt frekar hér, heldur skal nú vikið að vanda-
málum er tengjast myndun kvenkynsorða andspænis karlkynsorðum,
einkum í starfsheitum.
Stundum hefur borið á svolítilli óánægju með það að karlkynsorð
eins og kennari eða alþingismaður séu ekki aðeins notuð um karla.
heldur einnig um konur í samsvarandi stöðum. Hefur verið stungið
upp á því að nota orðin kennslukona og alþingiskona, þegar um kon-
ur er að ræða. Þessi uppástunga hefur ekki hlotið neitt sérstakleg3
góðan hljómgmnn, jafnvel ekki hjá kennslu- og alþingiskonum
því er ég bezt veit. Ástæðan er sennilega sú að almennt er erfitt að
greina á milli karlkyns og kvenkyns í starfsheitum — a.m.k. enn sem
komið er. Og hvers vegna ætti aðeins að leggja rækt við það í einstök-
um tilfellum? f flestum starfsheitum fer afar illa á því að greina orð-
myndunarlega eða orðfræðilega á milli karla og kvenna, sbr. lcekntf,
meinatœknir, þjónustufulltrúi, kokkur, bakari, gullsmiður, bóndi, eðl
isfrœðingur, ráðherra o. s. frv. í raun held ég að almenn sátt ríki m11
notkun slíkra starfsheita bæði um konur sem karla. Ég veit t. d. ekkJ
til að hjúkrunarfræðingar amist mikið við starfsheiti sínu, jafnvel p
þeir séu flestir konur. Hið sama gildir um starfsheitið kennari, enda
þótt flestir kennarar á gmnnskólastigi eða í leikskólum séu konur.
raun má segja að orðið kennari merki hér fyrst og fremst ‘kennslu
kona’.
Ef kvenkennd starfsheiti em mynduð andspænis karlkenndum 1
þeim tilgangi að undirstrika líffræðilega kynjaandstæðu, er brýnt a
þeim svipi sem mest til þeirra, þ. e. a. s. að kvenkynsorðin séu myndu
af sama stofni og karlkynsorðin. Annars er ekki ljóst af orðunum sja*
um að um starfsheitalega kynjaandstæðu sé að ræða. í íslenzku ston