Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Síða 271
Um karla og karlynjur
269
um við hins vegar frammi fyrir því vandamáli að í flestum tilvikum er
nánast ógjömingur að mynda slíka kynjaandstæðu, a.m.k. svo vel sé.
Ef við höldum okkur við áðumefnd starfsheiti og reynum að búa til
kvenkynsorð sem mynduðu andstæðu við þau, sést skjótt, við hvaða
vanda er að stríða. Að vísu væm orð eins lækningarkona, meinatœkni-
kona, eðlisfrœðikona eða gullsmíðakona ekki alveg út í hött, en falleg
eða heppileg væm þau ekki. Vandinn eykst, þegar að því kemur að
mynda kvenkynsorð við hlið þjónustufulltrúa, kokks o. s. frv. — I sum-
Urn tilvikum er ásættanlegt að skeyta forliðnum kven- fyrir framan
starfsheiti í karlkyni, sbr. kvenlœknir, en þó myndar þetta orð í raun
ekki andstæðu við lækni, heldur undirstrikar aðeins að um konu er að
ræða.25 Það kann ennfremur að þykja ókostur við orðmyndir eins og
kvenlæknir að þær em karlkynsorð.
Staðan er engu skárri, þegar reynt er að leiða kvenkynsorð af áður-
nefndum karlkynsorðum með viðskeytum. Ég hef rætt um kvenkyns-
viðskeytið -ynja, sem t.d. er notað í orðunum apynja, úlfynja og varg-
ynja. Orðin greifynja og hertogaynja, sem em fremur ný í málinu,
sýna að viðskeytið er ekki með öllu dautt.26 Það mætti hugsa sér að
víkka út notkunarsvið þess, þannig að hægt væri að búa til orð eins og
kennarynja, alþingismannynja, læknynja o.s.frv. Reyndar gmnar mig
að ekki næðist almenn sátt um slík orð í þjóðfélaginu, a.m.k. ekki enn.
Eitt athyglisverðasta kvenkynsorðið sem myndað er með viðskeyt-
inu -ynja er án efa orðið karlynja, sem notað er um Evu í Sköpunar-
Segunni. Nafngiftin er skýrð á þessa lund: „hún skal karlynja kallast,
a^ Því að hún er af karlmanni tekin“ (1. Mósebók, 2. kap., 23. v.).27
25 Einnig kemur orðið karllœknir fyrir, sbr. Kvenlæknir þarf að kunna sömu
^nt eigi að síður en karllœknir (Sigurður Guðmundsson 1959:303).
I ritmálssafni Orðabókar Háskólans er engar upplýsingar að ftnna um orðið
^eifynja. Hins vegar eru dæmi um orðið greifinna frá því um 1700 og frá síðari hluta
• aldar. Orðið hertogaynja kemur fyrst fyrir á 19. öld. Það er að vísu ranglega
^yndað; rétt orðmyndun væri *hertogynja.
j ' Hér er textinn tekinn upp úr íslenzku Biblíuþýðingunni ífá 1908 (Heiðnu Biblíu).
Guðbrandsbiblíu (frá 1584) hljóðar textinn svo: þarfyrer skal hun karlinna kallast af
,. * lun er afkarlmanne tekin. í öllum Biblíuútgáfum frá Guðbrandsbiblíu til Lundúna-
lu (1866) er notað orðið karlinna (í Steinsbiblíu frá 1728 er það reyndar stafsett karl-
na>- Þetta orð er myndað með tökuviðskeytinu -inna (sbr. -inna í sænsku og