Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 272
270
Jón Axel Harðarson
Þar er auðvitað átt við að konan hafi verið sköpuð af rifi mannsins-
Þetta orð sýnir með dæmigerðum hætti að kvenkynsorð sem mynduð
eru af karlkynsorðum undirstrika hlutverk karlkyns sem málfræðilegs
grunnkyns í andstæðu kynjanna tveggja.
í íslenzku kemur slíkt orðmyndunarsamhengi einnig fram í nöfn-
um kvenna sem leidd eru af nöfnum karla, sbr. Ólöf: Ólafur, Guð-
björg : Guðbergur, svo ekki sé talað um kvennanöfn sem hafa erlendu
viðskeytin -ía og -ína, sbr. Ólafía, Daðína, Jónína, Skúlína o.s.frv.
Hér má geta þess að Þjóðverjar leggja mikla rækt við að leiða
kvenkynsorð af karlkynsorðum með viðskeytinu -in. Stjómmálamenn
sem ávarpa mannljölda eða landslýð skjóta mjög oft inn í ræðu sina
klausunni liebe Mitburgerinnen und Mitburger. Sömuleiðis ávarpa
ýmsir ræðumenn áheyrendur sína gjama með orðunum liebe Zuhörei-
innen und Zuhörer. Háskólakennurum er jafnvel uppálagt að ávarpa
stúdenta sína þannig, að greint sé á milli Studentinnen og Studenten■
Þessi viðleitni Þjóðverja gengur oft svo langt að þeir gera mistök eins
og þau að búa til fleirtölumyndina Mitgliederinnen við hlið MitgHe^e'
af orðinu Mitglied, sem er hvomgkynsorð.
-inde í dönsku, sem bæði eru komin af miðlágþýzka viðskeytinu -inne). í BiblíuÞÝ
ingunni frá 1908 er orðið karlynja fyrst tekið upp. *
í Biblíuritum/Nýrri þýðingu 2 er orðið kvenmaður notað í stað karlynju. Við
finnst mér þýðingin missa marks. Að vísu er í hebreska frumtextanum (í eldn g
Sköpunarsögunnar frá 9. eða 8. öld f. Kr.) notað orðið ’iSSð-, sem merkir ‘kvennia
ur’. Þrátt fyrir að þetta kvenkynsorð sé að öllum líkindum ekki leitt af karlkynsor 1,1
’TS- ‘karlmaður’ (og í raun óskylt því), hefur Hebreum til forna fundizt að svo v*n
Textasamhengið, þ. e. skýring þess, hvers vegna „fyrsta konan“ var nefnd ’iSSá-, be
ir eindregið til þess: „hún skal ’iSSa- kallast, af því að hún er af ’íS- tekin“- Þc
skilning hafa guðfræðingar almennt langt í umrætt vers, sbr. t.d. latnesku Bibhupy
inguna (Vúlgötu): haec vocabitur virago quoniam de viro sumpta est, Lúthers
(frá 1545): Man wird sie Mennin heissen /darumb /das sie vom Manne Sen0,ne'1 r, :
og Kristjáns þriðja Biblíu (frá 1550): derfaare skal inand kalde hende Mandinde
hun er tagen ajfManden. Hér væru andstæðumar femina : vir, Weib : Mann
mand vissulega ónothæfar. Á íslenzku myndi þýðingin: ‘Hún skal karlynja kallast-
lcvinde ■
af
setu
því að hún er af karli tekin’ endurspegla nákvæmlega hinn upprunalega skilning
lagður var í versið. . .
Ég þakka Kristni Ólasyni guðfræðingi og hebrcskufræðingi góðfúslega vc ,
upplýsingar um Sköpunarsöguna og hebreska orðið ’iSSö-: hann ber þó enga aby g
textatúlkuninni hér að ofan.