Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 273
271
Um karla og karlynjur
Það er eins og margir átti sig ekki á muninum á líffræðilegu kyni
og málfræðilegu kyni. Hvað fleirtöluna í þýzku varðar, má í raun líta
svo á að málfræðilegur kynjamunur sé þar ekkr lengur fyrir hendi.
Lýsingarorð og fomöfn, sem laga sig í kyni að þeim nafnorðum sem
þau standa með eða vísa til, greina ekki á milli karlkyns, kvenkyns og
hvorugkyns.
Öfugt við þýzku hefur íslenzka ekkert frjótt viðskeyti sem gerir
kleift að leiða kvenkynsorð af næstum hvaða karlkynsorði sem er.
Þetta skýrir vandamálið við myndun kvenkenndra starfsheita and-
spænis karlkenndum.
Orðin maður og guð
Grunnmerking orðsins maður er ‘manneskja’, sbr. greiningu manna í
karlmenn og kvenmenn og notkun þess sem óákveðins fornafns.-8
Samt amast sumir við því að orðið maður sé notað sem óákveðið for-
nafn. Dæmi em þess á prenti að orðið fólk sé notað í stað þess. Ástæð-
an fyrir því að ekki era allir sáttir við þessa notkun orðsins maður er
Vaentanlega sú að auk gmnnmerkingar sinnar hefur það einnig þrengri
•^erkinguna ‘karlmaður’. Ef til vill skiptir líka máli að maður er karl-
kynsorð. Með valdstýrðum breytingum á notkun þess er þó gripið inn
í eðlilega málþróun. Þegar maður er notað sem óákveðið fomafn, hef-
Ur það vitaskuld almennu merkinguna ‘manneskja’.
Orðið guð var upphaflega hvomgkynsorð og í raun hliðarmynd
°rðsins goð,29 Allt fram á þrettándu öld em báðar myndir notaðar um
Grunnmerkingin birtist greinilega í samtali Ragnars og Aslaugar í 9. kafla Ragn-
ars sögu loðbrókar: Hún [þ.e. Áslaug] svarar: „Þú veizt, at ek em eigi heill maðr, ok
'nun þat vera sveinbam, er ek geng með ... “ (texti eftir útgáfu Guðna Jónssonar í
F°rnaldar sögum Norðurlanda I, bls. 245). — Ég þakka Davíð Erlingssyni fyrir að
hafa bent mér á þennan stað.
Goð er ekkert annað en a-hljóðverpt mynd af orðinu guð, sbr. hliðarmyndimar oxi
uxi. Um orðið guð er ýmsan fróðleik að finna hjá Helgu Kress 1996:167-219.
m þá spurningu, hvers vegna orðið guð var upphaflega hvorugkynsorð, fjallaði ég í
e,*ndi sem flutt var við Háskóla íslands 3. nóv. 2001. Það verður búið til prentunar á
a®stunni.