Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 274
272
Jón Axel Harðarson
guð kristninnar. f þessu hlutverki tóku þær kynbreytingu og urðu karl-
kenndar. Hefur það gerzt við eða skömmu eftir kristnitöku. Seinna
skipta orðmyndimar með sér hlutverkum: goð táknar guð heiðinna
manna, og í þessari merkingu heldur orðið hvomgkyni sínu; guð er
notað um guð kristinna manna og er karlkyns. í dag er það enn al-
mennt svo. í Kvennakirkjunni er orðið guð hins vegar kvengert (í and-
stöðu við djöfulinn, sem má halda karlkyni sínu). Þrátt fyrir að gam-
alli beygingu orðsins sé þar haldið, þ. e. með nefnifalli guð og eignar-
falli guðs, er kvenkynsmynd þriðju persónu fomafnsins látin vísa til
þess. Það er sem sé sagt: hún Guð. Þessi notkun orðsins er málfræði-
lega vafasöm, a.m.k. svo lengi sem karlkyns- eða réttara sagt hvomg-
kynsbeygingu þess er haldið. Ef mönnum er í nöp við það kynferði
guðs sem heilög ritning gerir ráð fyrir, væri þá ekki eðlilegast að upp-
hefja (,,neutralisera“) það og nota orðið guð í hinu uppmnalega hvor-
ugkyni sínu?
6, Niðurlag
Að lokum er rétt að árétta muninn á líffræðilegu og málfræðilegu
kyni. Það ætti ekki að þurfa að fara fyrir brjóstið á mönnum að ýmis
orð sem notuð em jafnt um karla sem konur em karlkynsorð. Þetta
endurspeglar náttúmlega málþróun. Þegar öllu er á botninn hvolft,
getum við verið ánægð með að í íslenzku nafnorðakerfi em kvenkyns-
orð tiltölulega sjaldan leidd af karlkynsorðum. Slík orðmyndun undir-
strikar nefnilega — eins og fram hefur komið — hlutverk karlkyns
sem málfræðilegs gmnnkyns gagnvart kvenkyni. Þetta hlutverk karl-
kyns er afleiðing þess að kvenkyn varð til. Sá sem ekki er sáttur við
það hlýtur að harma tilurð kvenkyns.
RITASKRÁ
Biblíurit/Ný þýðing 2: Biblía. G.t. Úrval. Fyrri Samúelsbók, Síðari Samúelsbók,
Óbadía, Míka, Nahúm, Sefanía, Haggaí, 1. Mósebók 1-11. Gamla testamentið í
nýrri þýðingu. Biblíurit. Ný þýðing 2. Hið íslenska Biblíufélag, Guðfræðistofn-
un Háskóla íslands, Reykjavík 1994.