Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 280
278
Guðrún Kvaran
sinni um jóskt alþýðumál og virðist eingöngu hafa dæmi um fram-
burðarmyndir með t-i.
í orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:450) eru gefn-
ar þrjár myndir kastar(h)ol, kastarhola og kastarola sem taldar eru
tökuorð úr dönsku kasserolle. Af þeim dæmum sem dregin hafa verið
fram sýnist mér að tvær danskar myndir liggi að baki íslensku orð-
myndunum. Annars vegar kasserolle og hins vegar kasterolle, en báð-
ar voru lifandi í dönsku máli um það leyti sem orðin voru fengin að
láni í íslensku. Dæmin með h-i, -hol, -hola, eru síðan tilraun til að
skýra síðari liðinn.
Dörslag er vel þekkt orð og allmargar heimildir fengust við fyrir-
spumum mínum, mismunandi þó. Sumir nefndu hlutinn dörslag, aðr-
ir dorslag, enn aðrir doslag, duslag eða döslag án -r. Dörslag er eins
konar sigti, en öllum bar saman um að átt væri við emalerað sigti, en
ekki vírsigtin sem nú eru helst notuð. Dörslag er þekkt um allt land,
m. a. í Mývatnssveit, að minnsta kosti meðal þess fólks sem telst mið-
aldra eða eldra. Höskuldur Þráinsson virðist ekki þekkja það en nefn-
ir sigti sem „venjulega íslensku 1998“ (2000:118). í ritmálssafni
Orðabókarinnar fundust aðeins þrjú dæmi um dörslag og var hið elsta
þeirra úr matreiðslubók Mörtu Maríu Stephensen (1800:27). Athyglis-
vert við það dæmi er að auk danska tökuorðsins er notað íslenska orð-
ið sáld sem Orðabókin á elst dæmi um úr Guðbrandsbiblíu frá 1584,
en það þekkist einnig vel í fomu máli. í matreiðslubókinni stendur „er
þetta mauk síad ígégnum dprslag edur sáld.“ Danska orðið er fengið
að láni úr lágþýsku dorchslach. Það orð er sett saman úr forsetning-
unni dorch sem merkir ‘í gegnum’, í háþýsku durch, og nafnorðinu
slach, í háþýsku Schlag, sem leitt er af sögninni slagen ‘slá’. Það sem
sett er í dörslag er þá slegið í gegn. Orðanefnd verkfræðingafélagsins
lagði til orðið grófsáld í stað dörslag (OV 1927, bls. 12).
I seðlasöfnum OH eru tvö dæmi til um eggjapískara, bæði frá Guð-
mundi Finnbogasyni, en ekkert um pískara. Pískarinn er þó vel þekkt-
ur í eldhúsum sem og sögnin að píska í merkingunni ‘þeyta’. Um
sögnina í þessari merkingu á OH dæmi frá því snemma á 20. öld þar