Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 281
Orð aforði
279
sem talað var um að píska stangasápu út í volgt vatn. Sögnin er merkt
með ? í ÁB og er merkingin sögð vera þessi: 1. ‘spýtast, buna’, 2.
‘lemja með svipu’, 3. ‘þeyta’. Hún er sömuleiðis merkt með ? í B1 en
þar er aðeins nefnd fyrsta merkingin. Þetta kemur svolítið á óvart þar
sem merkingin ‘lemja með svipu’ er vel þekkt í söfnum OH frá því um
miðja 18. öld sem og nafnorðið pískur. í Rm er ekkert dæmi um merk-
inguna ‘spýtast, buna’, t.d. um rigningu, en í talmálssafni eru nokkur
dæmi um hana og virðist hún ekki staðbundin.
Bæði sögnin píska og nafnorðið pískari eru fengin að láni úr dönsku.
í ODS (XVI. bindi, d. 884) eru nefnd orðin pisker, flðdepisker og
s0lvpisker, en sá síðastnefndi var notaður til þess að hræra í viský-
blöndu til þess að sótavatnið blandaðist betur. Dæmi um piske í merk-
ingunni að ‘þeyta’ eru kunn a.m.k. frá því í lok 18. aldar. Samkvæmt
Nudansk ordbog virðist pisker ekki lengur notað, en þess í stað er tal-
að um piskeris. Höskuldur (2000:118) þekkir (œgge)pisker úr dönsku
og er eins líklegt að það lifi í munni manna þótt orðabókin hafi talið
það úrelt eða lítt notað.
Sigti er gamalt í málinu og eru dæmi um það í Rm frá síðari hluta 19.
aldar. Sögnin sigta í merkingunni ‘sía, sálda’ er enn eldri. Um hana á
OH dæmi frá 16. öld. „Þegar menn sigta / so blijfa Oklaarendin epter
i Saalldenu“ segir í Síraksbók (27.5) í þýðingu Gissurar Einarssonar
sem birt er í Guðbrandsbiblíu 1584. Aðeins eldra, eða frá 1555, er
dæmið: „Suo er og Guds ord sigtad hreint” í þýðingu Marteins Einars-
sonar á nokkrum sálmum (Westergárd-Nielsen 1946:291). Dæmi er
um myndina sikta í Postulasögum (Fritzner III, bls. 238) en annars er
hana ekki að finna í fommálsorðabókum. Ekki er gott að segja hvort
sögnin er fengin úr dönsku eða beint úr lágþýsku. Danska sögnin er
tökuorð úr miðlágþýsku sichten ‘sálda’ og nafnorðið sigte úr lágþýsku
sichte ‘sáld’. Nafnorðið sigti er að öllum líkindum komið í málið úr
dönsku.
Propptrekkjari er eitt þeirra orða sem Guðmundur Finnbogason nefndi.
Ég hygg að það hafi lítið verið notað enda kannaðist enginn viðmæl-
anda minna við það. Allir nefndu hins vegar korktrekkjara og sögðust
þekkja hann mætavel. Það orð er merkt með ? í lista Höskulds