Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 282
280
Guðrún Kvaran
(2000:118), sem merkir að hann telur það tæplega notað lengur. Einu
dæmi OH um propptrekkjara eru reyndar frá Guðmundi, og ekki vil
ég rengja að það hafi verið notað í upphafi 20. aldar. Elsta dæmi OH
um korktrekkjara er einnig frá því snemma á 20. öld. Það orð virðist
eitthvað hafa verið notað í dönsku en þó ekki mikið, og í ODS (XI.
bindi, d. 110) er það merkt úrelt og tökuorð úr þýsku Korkzieher.
Proptrækker er orðið sem notað er í dönsku um það sem kallað er á ís-
lensku tappatogari. Tappatogari er bein þýðing á danska orðinu og
var orðið algengt hér, a.m.k. í auglýsingum í Fjallkonunni og ísafold,
í lok 19. aldar.
Viskustykki þekkja menn mætavel um land allt, en einnig viskastykki
sem reyndar er sú orðmynd sem er á lista Höskulds og feitletruð til að
sýna að hann telji hana algengari 1998 en orðið diskaþurrka, sem
hann nefnir líka (2000:118). Við fyrirspumum fengust allnokkur svör
og skiptust þau nokkuð jafnt í tvo flokka, -a- og -u- flokkinn. Ef litið
er á dæmi OH í Rm em þar engin viskastykki, aðeins viskustykki. Hall-
dór Laxness talar um hinn alltuppþurrkandi hollustusvip viskustykk-
isins í Fuglinum ífjörunni 1932 og í Gerska œfintýrinu virðist hann
nota viskustykki sem þýðingu á orðinu uppþvottatuska, sbr.: „meðal
þess sem hún lét eftir sig vom tólf tylftir af uppþvottatuskum („visku-
stykkjum"), og önnur búsgögn eftir því“ (1938:19). í mínu máli er
uppþvottatuska allt annað en viskustykki. Með tuskunni er þvegið en
með viskustykkinu þurrkað.
Viskustykki náði ekki inn í B1 en í ÁB er orðið merkt með ? og
viskastykki haft í sviga fyrir aftan. Skýringarorðin em ‘diskaþurrka,
bollaþurrka’. Að baki liggur danska orðið viskestykke, sett saman af
viske ‘þurrka’ og stykke ‘stykki’.
Sögnin viska í merkingunni ‘þurrka út’ er þekkt í málinu frá 18.
öld. Hún er fengin að láni úr dönsku og kemur m. a. fram í orðunum
viskaleður og viskuleður ‘strokleður’ auk þeirra tveggja sem þegar eru
nefnd. Tvímyndimar með -a- og -u- má rekja til áherslulítillar stöðu
sérhljóðs í öðm atkvæði samsettu orðanna.
Karklútur er vel þekkt orð um allt land, en notkunin er ekki alltaf hin
sama. Flestir segja að karklútur sé grófur og yfirleitt notaður á gólf,