Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 284
282
Guðrún Kvaran
Ásgeir Blöndal Magnússon nefnir sögnina að skrubba og nafnorð-
in skrubbur og skrubba en einnig sömu myndir með ú-i í íslenskri
orðsifjabók (1989:866) og telur þær með ú-i líklegast yngri. Ekki er
hægt að ganga úr skugga um það með því að skoða söfn OH. Til þess
skortir frekari heimildir. í ODS (XIX. bindi, d. 940) er íslensk sam-
svörun nafnorðsins sögð vera skrubba en samsvörun við sögnina er
ekki nefnd.
Danska fyrirmynd nafnorðsins er skrubbe sem leidd er af sögninni
skrubbe.
Kústur er velþekkt í málinu frá því fyrir miðja 19. öld. Orðið er al-
gengt um allt land, bæði ósamsett og sem hluti ýmissa samsetninga.
Höskuldur Þráinsson telur að sópur sé hið venjulega íslenska orð 1998
(2000:118), en ekki samræmist það ummælum heimildarmanna
minna. Þeir notuðu flestir kústur eða veiku myndina kústi.2 Fjölmarg-
ar samsetningar eru til með -kústur sem síðari lið, þar af nokkrar frá
19. öld: farfakústur, feiekústur, fiskkústur, glasakústur, hárkústur og
rykkústur. I Tm eru til dæmi um fægikúst, en með honum er átt við
lítinn kúst sem notaður er til að sópa með rusli í fægiskúffu. Þar eru
einnig dæmi um rykkúst og var orðið talið þýðing úr dönsku stpvkost.
Eldri heimild er um kóstur frá síðari hluta 18. aldar en hún hefur
ekki náð verulegri útbreiðslu að því er séð verður. Þó virðist hún al-
geng í máli manna á Vestfjörðum, og dæmi voru einnig til í Tm úr
Eyjafirði. Að baki liggur danska orðið kost. OV leggur til að í stað
kústur verði notað kvöstur (OV 1927, bls. 21).
Fœgiskúffa á sér fyrirmynd í danska orðinu fejeskuffe. Sama er að
segja um fœgiskófla sem á dönsku heitir fejeskovl. Reyndar er nú al-
gengara að tala um fejeblad í dönsku. Farið var að auglýsa fœgiskúff
ur í blöðum í lok 19. aldar, en engin dæmi voru um fœgiskóflu í Rm.
Þegar ég spurðist fyrir um orðið kom í ljós að báðar myndimar em vel
lifandi um allt land, og er ekki að sjá að notkun fari eftir landshlutum.
2 Höskuldur segist hafa vanist því að orðið kústur hefði að hluta til annað notkun-
arsvið en orðið sópur. Gólf voru venjulega sópuð með sóp en kústur var frekar notað
til að vísa til grófari verkfæra í Mývatnssveit, sbr. samsetningar eins og strákústur,
sementskústur, kalkkústur.