Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Qupperneq 293
Ritdómar
Jón Axel Harðarson. 2001. Das Prateritum der schwachen Verba auf -ýia im
Altislandischen und verwandte Probleme der altnordischen und germanischen
Sprachwissenschaft. Innsbrucker Beitrage zur Sprachwissenschaft. Heraus-
gegebcn von Wolfgang Meid. Band 101. Innsbruck. 141 bls.
I. Inngangur1
Höfundur bókarinnar, Jón Axel Harðarson (hér eftir JAH), er dósent f íslenzku við Há-
skóla íslands. Hann hefur mest lagt stund á indóevrópska og germanska samanburð-
armálfræði (sjá t.d. JAH 1993 og 1998) en einnig hefur hann sinnt síðari alda íslenzkri
málsögu og gaf t.a.m. út fyrir nokkrum árum málfræði Jóns Magnússonar frá 18. öld
(Jón Magnússon 1997).
2. Efni bokarinnar
Viðfangsefni þessarar bókar er þátíðarmyndir svokallaðra -ýia-sagna,2 uppruni þeirra
og ýmis álitamál tengd þeim. Þessi flokkur sagna er ólíks uppruna en á það sameig-
inlegt að enda í nh. á -ýia. Bókin er 141 blaðsíða og skiptist í tólf kafla og einn við-
auka. Aftast er heimildaskrá og skrá yfir málfræðidæmi.
I inngangi setur JAH fram á skýran hátt helztu einkenni ýia-sagna í físl. Þær
beygjast eins og 2. fl. veikra so. (ja-so.) í nútíð en þátíðarmyndunin er mjög fjölskrúð-
ug: 1) -úða, t.d. dýia (þt. dúða), 2) -ýða, t.d. frýia (þt. frýða), 3) -íða, t.d. gnýia (þt.
gníða), 4) -éða, t.d. hlýia (þt. hléða) og 5) -0ða, t.d. hlýia (þt. hlðða).
í öðrum kafla er fjallað stuttlega um nða-þátíðina, t.d. dúða (< ffg. *du-ið-ö), sem
er eina þátíðarmyndunin þar sem enginn styrr hefur staðið um upprunann. Nútíðin og
nh. hafa orðið fyrir áhrifum frá nt. ýa-so.: et. dý, dýr, dýr, ft. *dúum, *dúið, *dúa, nh.
*dúa —> dý, dýr, dýr, ft. dýium, dýið, dýia, nh. dýia, sbr. beygingu ja-so.: telia: tel,
telr, telr, telium, telið, telia ?
í þriðja kafla fjallar JAH um þt. frýða af so. frýia. Hann er sammála Falk/Torp
(1909:247, 1910:273) um að so.frýia hafi líklega verið *friw-ija- í frg., og skylt latn.
1 Ég þakka starfsmönnum fommálsorðabókar Ámanefndar í Höfn (Arna-
magnæanske kommissions ordbog) fyrir afnot af seðlasafni orðabókarinnar.
2 Ég fylgi stafsetningu JAH í orðadæmum.
3 —> táknar áhrifsbreytingu en > hljóðrétta þróun.
íslenskt mál 23 (2001), 291-306. © 2001 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.