Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Síða 294
292
Ritdómar
privus ‘einn; sviptur e-u’. Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:212-213) telur að þetta
sé vafasamt „bæði af hljóðfars- og merkingarlegum ástæðum“ en skýrir það ekki nán-
ar. Menn eru sammála um að þátíð sagnarinnar sé orðin til hljóðrétt úr ffnorr.
*friw(i)ðö < frg. *friwiðön. Erfiðara er hins vegar að skýra nútíðarmyndimar. Þar
kemur annað hvort til greina að *-IwijV- hafi hljóðrétt orðið -ýjV- í físl. (sbr. Guðrúnu
Þórhallsdóttur 1993:210-215) eða -ívV- eins og JAH heldur fram.4 Hann styður kenn-
ingu sína með tvennu: 1) því að w (v) hafi haldizt í hljóðasambandinu *-iwi-, sbr. físl.
snivinn ‘snjóaður’ (< fmorr. *(bi-?)sniwinaR) og 2) því að fmorr. *-áwijV- (< frg. *-
œwijV-) hafi orðið -4vV- í físl. (en ekki *-ájV-). Guðrún Þórhallsdóttir (1993:215)
skýrir ólíka hljóðþróun *-iwijV- og *-áwijV- með því að *w hafi kringt undanfarandi
*i en ekki *á og vísar í ólíka þróun *-iwa- (t.d. *bliwa- > blý (kringing)) og *-áwa-
(t.d. *gráwa-R > grár (engin kringing)). JAH segir hins vegar að á sé alhæft í orðum
eins og grár fyrir eldra 6 fyrir áhrif frá myndum sem vom hljóðrétt með á, t. a.m. þf.
et. kk. gráan (< *gráwan). JAH vísar einnig í hliðarmyndir eins og mór/már ‘már’
(sbr. Noreen (1970:69-70 [§77, 2], 79-80 [§82, b])). Hann segir að -ýj-/-ý- hafi ver-
ið alhæft í nh.frýia (<— *friwá) og 1. p. et.frý (<— *friwi) fyrir áhrif frá 2. og 3. p. et.
nt. sem hljóðrétt varð frýr (< *friwiR) og sögnum eins og spýia (þt. spúði). Á móti
kenningu JAH mælir það að þörf er á áhrifsbreytingum til að skýra útlit sagnarinnar
sem ekki er nauðsynlegt ef gert er ráð fyrir því að *-iwijV- verði hljóðrétt -ýjV-.
I fjórða kafla er vikið að sögnunum týia, tióa (þt. týða, tióða/tióaða) sem JAH
færir rök fyrir að séu upphaflega komnar af sömu sterku sögninni (frg. *teuh-a-). I 2.,
3. p. et. og 2. p. ft. (og einnig 1. p. et. fyrir áhrif frá 2. og 3. p. et.) hafi stofn hennar í
fmorr. orðið *tiuh- vegna i-hljóðvarps, sem hafi leitt til mynda með tý- í físl., t.d. 2.
p. et. týr (ffnorr. *tiuh-iR) en í öðmm myndum hafi stofninn haldizt *teuh-, sem hafi
orðið tió- í fi'sl., sbr. nh. tióa (< frg. *teuh-a-). Út úr eintölumyndunum (tý, týr) hafi
þá orðið til veika so. týia sem beygðist eins og frýia en úr ft.-myndunum og nh. (tióm,
tióið, tióa, tióa) varð til veika so. tióa (þt. tióða/tióaða).
í fimmta kafla er fjallað um so. jlýia (þt. flýða) sem JAH segir komið af sterku
sögninni *fleuh-a- í ffg., svipað og týia varð til úr st. so. *teuh-a- (sjá framar). JAH
deilir hart á ýmsa fræðimenn sem töldu að flýia hefði í frg. verið ija-so., *fleuh-ija-
eða *þleuh-ija-. Hann segir að engar leifar séu um slíka sögn í öðmm germönskum
málum en hins vegar minjar um sterku sögnina eins og áður segir í físl. Auk þess sé
hægt án crfiðleika að leiða veiku sögnina flýia af henni.
Á bls. 23 vísar JAH í Noreen (1970:329 [§488, aths. 2]) sem nefnir tvö dæmi um
þt.flóþa (þ.c.flóða) af so.flýia. Noreen hefur eftir Jóni Þorkelssyni (1913:15) að þetta
séu skrifaravillur en JAH telur að þessi dæmi tákni í rmn flþða (sjá umfjöllun síðar).
Hér hefði JAH mátt segja frá því hvar þessi dæmi koma fyrir. í raun er þetta bara eitt
dæmi í handritinu AM 677 4° sem kemur fyrir í tveimur útgáfum: „Þa floþi hann fra
foftro fiNi levmhga“ (GregDialA 10620, Þorvaldur Bjamarson 1878 10620-21 og Un-
ger 1877 1 20110). í seðlasafni fommálsorðabókarinnar í Höfn (hér eftir AMKO) er
annað dæmi, sem JAH nefnir ekki, um ‘ó’, að vísu í nh. þessarar sagnar: „oc flóia
4 V stendur fyrir eitthvert sérhljóð.