Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Síða 295
Ritdómar
293
[dio]flar ira oþom“ (GregDialA 13217~18, Þorvaldur Bjamarson 1878). Það er í
Díalógum (Viðróðum) Gregors páfa í handritinu AM 677 4° (cl200-1225):5 Líklegt
er að táknið ‘ó’ standi hér, eins og í dæminu um „floþi“, fyrir 0 (fl0ia) eins og það
gerði oft í allra elztu handritunum (sjá t.d. undirkafla 7.2 hjá JAH og Weinstock
1974:76, 93) en þó er ekki hægt að útiloka að ‘ó’ standi í þessum dæmum fyrir ó.
í sjötta kafla rekur JAH ýmsar kenningar um uppruna so. tjia. Kaflinn er langur
og líklega sá tyrfnasti í bókinni. Er hætt við að aðrir en samanburðarmálfræðingar
missi þama þráðinn. M.a. er greint ítarlega frá kenningum um uppmna *öu og langra
tvíhljóða í frg. og m.a. vikið að svokölluðum laryngölum í ie. (§6.3-4). JAH rekur
rökin fyrir því að so. t$ia sé nafnleitt (frg. *töwija-). Þeirri umræðu tengist það hvem-
ig frg. *-öwijV- þróaðist til norrænu (§6.5.2). Tvennt kemur til greina, svipað og með
þróun *-iwijV- (sjá framar), þ.e. annað hvort hefur *-5wijV- orðið -$vV- (brottfall -ij-
og síðan i-hljv.) í físl. eða -0jV- (brottfall -w-, -ij- > -j- ogý-hljv.) (sjá Guðrúnu Þór-
hallsdóttur 1993:202, 209-210). JAH segir að allt velti á því hvort w eða i(ij) féll fyrr
á brott. Hann athugar vísbendingar um þessi brottföll í rúnum og latneskum heimild-
um, m.a. um sól (frg. *söwilö). Einnig nefnir hann til sögunnar stakdæmið „k0ia“ í
Morkinskinnu og færir rök fyrir því, með samanburði við önnur mál, að þessi sögn sé
komin af frg. *köwija-.6 JAH rekur síðan (§6.5.3) röksemdir gegn því að tfia sé nafn-
leidd. Engin hljóðfræðileg rök mæli gegn því en hins vegar passi ekki merking sagn-
arinnar, óljóst sé hvemig hún hefði getað breytzt úr ‘gera’ í ‘hjálpa, styðja, tjóa
o.s.frv.’. Aukþess mæli náinn merkingarskyldleiki við so. týia/tióa og sérstaklega so.
téa á móti því. Ekki finnst mér samt óhugsandi að merkingin hefði getað breytzt þann-
ig og mörg dæmi um að merking orða hafi breytzt meira en þetta. JAH hrekur einnig
í undirkafla 6.6 á mjög sannfærandi hátt kenningu Falk/Torp (1909:166) um að so.
t0ia sé komið af frg. *tauh-ija-, m.a. segir hann að vegna Vemerslögmáls ætti slíkur
stofn að hafa verið *taug-ija- í frg.
í sjöunda kafla er fjallað um þátíðarmyndir af so. hlýia ‘hlýja’ og hlýia ‘vem-
da’, sem aðeins em varðveittar í fornum skáldskap. f undirkafla 7.2 fjallar JAH um
þróun hljóðanna 0, £ og é í íslenzku og táknun þeirra í handritum, samfall q og 0 og
4> og i og síðari tíma þróun, m. a. tvíhljóðun œ og é. Vísað er í handrit og skrif um
breytingamar. Á bls. 53 er sagt að elztu dæmin um ei-tvíhljóðun af é séu í hdr. AM
645 4° (cl220): „heít“ (lx) og „leit“ (lx) fyrir þt. hét og lét af so. heita og láta. JAH
nefnir hins vegar ekki að fjölmörg dæmi, á annað hundrað, em um þt.-myndir af
þessum sögnum með ‘e, é’ í þessu sama handriti (Larsson 1891:144, 196). Mér
finnst JAH treysta fullmikið eindæmum sem oft reynast vera skrifaravillur. JAH
rekur ekki fleiri dæmi um táknunina ‘ei’ fyrir é í handritum en hefði mátt nefna að
5 Notaðar em heimildaskammstafanir fommálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn
(ONPReg).
6 í nmgr. 48 þar sem vísað er í Hrein Benediktsson (1965:70 o.áfr.) um ritháttinn
‘0’ fyrir ey hefði einnig mátt vitna í Stefán Karlsson (1967:50, 1979:234-35 og
1981:281-82) um táknunina ‘ey’ fyrir 0.