Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 296
294
Ritdómar
t.a.m. í Jómsvíkinga sögu í AM 291 4° (cl275-1300) er hún mjög algeng (Larsson
1956).
Næst (§7.3) er þessi umræða tengd dæmum um þt. af so. hlýia í dróttkvæðum. 1
kvæðunum eru ýmis tákn notuð fyrir rótarsérhljóðið. JAH segir að rithættir með ‘ó,
o, q, æ, q’, t.d. „lilQðvt" standi fyrir f> (síðar œ), ‘e’ fyrir é og ‘ei’ fyrir annað hvort
hljóðið, líklega é. Lítill vafi virðist leika á því að þt. hléða og hl0da hafi verið til. JAH
nefnir hins vegar ekki dæmi um hugsanlegar eð-þátíðarmyndir af sögninni flýia í
AMKO í nokkrum lausamálstextum:
„oc iyver helgvm domvm fleði þaðan ohrein ibu[i] sa er þar hafði lengi velldi haft“
(GregFrg1 522-3, Hreinn Benediktsson 1963). Þetta þriðja dæmi er úr broti af Gregors
sögu páfa í handritinu AM 921 IV 2 4° (cl250-1275).
„hann fleþe vndan Jesau broþor sonom“ (RiddFrg 2198, Unger 2 1877). Þetta dæmi
er einnig úr XL riddara sögu í handritinu AM 655 XXXIII 4° (c 1250-1300).
„þa er hann fleþi ognir esaú“ (Ridd623 2921, Finnur Jónsson 1927). Þetta dæmi kem-
ur fyrir í XL riddara sögu í handritinu AM 623 4° (cl325).
JAH rekur síðan kenningar um uppruna hléða, hlfiða og séða, *s(íða. Kock (1902)
taldi að hléða og séða væru orðnar til hljóðrétt úr *hlewiðö, *sewiðö en hlðða væri
nýmyndun eftir þt. t0ða,ýl(iða af týia,flýia (sjá Kock 1895:162-63 og Guðrúnu Þór-
hallsdóttur 1993:205-206). JAH segir að þetta geti ekki verið þvíflðða sé sjálf orðin
til fyrir áhrifsbreytingu (sjá umfjöllun síðar) og auk þess sé Upða ekki þt. af týia held-
ur tfiia (sbr. umfjöllun að framan). Pipping (1912:147) taldi að bæði hléða og Itléða
væru áhrifsmyndir og h/eð-myndimar hefðu sloppið við /-hljóðvarp vegna áhrifa frá
lh. þt. *hlewiðR og hk. no. *hlewa- (físl. hlé). JAH hafnar þessu og segir að lh. þt. hafi
þróast eins og persónumyndir sagnarinnar. Hann segir útilokað að hk. no. *hlewa-
hafi eitt og sér getað haft áhrif á sögnina. Sturtevant (1931:155-57) taldi að þátíðar-
myndir af so. hlýia og *sýia hefðu uppmnalega verið *hlíða og *síða (< frg. *hliwiðö,
*siwiðo) en hefðu orðið hléða, séða fyrir áhrif frá þt. téða, nh. týia, sbr. hlutfallajöfn-
una: týia : téða, hlýia : X; X = hléða (sjá Guðrúnu Þórhallsdóttur 1993:201). JAH seg-
ir að þetta geti ekki staðist því téða sé þt. af so. téa en ekki týia.
JAH heldur því fram að hlýia ‘hlýja’ og hlýia ‘vemda’ hafi litið eins út í frg-
*hlewja-. I undirkafla 7.5 kannar hann rök fyrir því að sagnimar hafi upphaflega ver-
ið sama sögnin í ie. og vísar í eigin grein um þetta (2001) þar sem hann heldur því
fram að svo hafi ekki verið.
I áttunda kafla er fjallað um tengsl -éð- og -/'ð-þátíðarmynda og rök könnuð fyrir
því hvort þt.-myndirnar gníða og kníða af gnýia og knýia séu hljóðrétt myndaðar.
Hljóðfræðilega mælir ekkert á móti því að þær séu fomar en JAH finnst það samt
skrítið að so. sýja og hlýja skuli ekki mynda þátíð á sama hátt (engin dæmi em um þt-
*síða eða *hlíða) þar sem stofn þeirra hafi verið sams konar í frg.: *knew-ja-, *gnew-
ja- og *hlew-ja-, *sew-ja-.7 Nefndar era til sögunnar kenningar Sievers (1891:402)
um að í frnorr. hafi *-ewi- breytzt í *-iwi- (> -/'-) vegna i-hljv, sbr. gnt'ða, kníða en
myndirnar hléða og séða gat Sievers ekki skýrt með þeirri kenningu. Kock (1902)
taldi hins vegar að hléða og séða væra hljóðréttar myndir (< *hlewiðö, *sewiðö) en